Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2013 08:01

Metabolic eitt vinsælasta líkamsræktarkerfið í dag

Síðustu misserin hefur alíslenskt æfingakerfi öðlast miklar vinsældir. Þetta kerfi heitir Metabolic og í haust verða hópar sem æfa eftir þessu kerfi á 13 stöðum á landinu. Rúna Björg Sigurðardóttir byrjaði fyrir ári að bjóða upp á æfingatíma í Metabolic í íþróttasalnum og í þrekmiðstöðinni á Jaðarsbökkum á Akranesi. Í fyrra var allt upp í 90 manns að sækja tíma þegar mest var. Í haust kom til samstarfs við Rúnu Björgu, Kristinn Guðbrandsson íþróttafræðingur, og verða þau saman með tímana í vetur. Rúna Björg segir að þegar núna á haustdögum sé á sjötta tuginn búinn að skrá sig í Metabolic og ágætlega líti út með veturinn.

Rúna Björg útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari frá Keili. Helgi Jónas Guðfinnsson, styrktarþjálfari, körfuboltaþjálfari og þjálfunarkennari við Íþróttaakademíu Keilis er höfundur Metabolic æfingakerfisins. Hann kenndi Rúnu þjálfun í Keili og hreifst hún mjög af þjálfunaraðferðum hans sem endurspeglast í kerfinu, en markviss árangur er slagorð Metabolic æfingakerfisins.

 

Sjá viðtal við Rúnu Björg Sigurðardóttir um Metabolic æfingakerfið í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út á miðvikudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is