Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2013 02:40

Gangnamenn vígja í kvöld nýtt hús í Álftárkrók með að spila þar bridds

Um síðustu helgi var hús flutt í heilu lagi úr byggð og upp á Arnarvatnsheiði. Um er að ræða tæplega sextíu fermetra hús sem áður var þjónustubygging við skólagarðana í Reykjavík, en mun nú fá hlutverk mötuneytis við gangnamannaskálann við Álftárkrók. Skessuhorn sagði nýverið frá framkvæmdum við grunn undir húsið og að til stæði að flytja það í heilu lagi. Sökum votviðris var flutningnum þó frestað um tíma. Að sögn Snorra Jóhannessonar veiðivarðar gekk flutningurinn eins og í sögu enda vanir menn á góðum tækjum sem að honum stóðu. Það var Brynjar Bergsson á Sleggjulæk á stórri og vel búinni dráttarvél sem dró vagn með húsinu. Örn Eyfjörð Arnarson og Höskuldur Kolbeinsson fóru auk þess með gröfur, lagfærðu vegi á leiðinni og drógu húsið á grunninn. Ferðin tók alls 12 tíma frá Stóra Ási í Hálsasveit og þar til það var komið á sökkulinn á heiðinni. Húsið nýtist gangnamönnum sem nú eru í fjárleitum á heiðinni. Ekki verður þó búið að tengja í það hita- eða frárennslislagnir fyrr en í síðari leit, en engu að síður vígja Jón á Kópareykjum, Guðmundur fjallkóngur á Grímsstöðum og fleiri húsið í kvöld með að spila þar bridds.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is