Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2013 08:01

Kýrin Drottning frá Geirshlíð afurðahæst á landinu

Kýrin Drottning frá Geirshlíð í Flókadal í Borgarfirði var nythæsta kýrin hér á landi síðustu 12 mánuði samkvæmt skýrsluhaldi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Hjónin Pétur Pétursson og Hulda Hrönn Sigurðardóttir eru bændur í Geirshlíð. Búið hefur um árabil verið þekkt fyrir afurðaháar kýr, eða allt frá því Rósa Guðmundsdóttir, móðir Péturs, bjó þar. Drottning mjólkaði 12.396 kg á tímabilinu. Önnur í röðinni yfir landið var kýrin Urður á Hvanneyri í Borgarfirði en hún mjólkaði 11.506 kg sl. 12 mánuði. Sú þriðja í röðinni var kýr nr. 508 í Stóru-Hildisey 2 í Austur-Landeyjum og fjórða Setta á Brúsastöðum í Vatnsdal. Alls náðu sex kýr að mjólka yfir 11.000 kg á umræddu tímabili, tveimur fleiri en við seinasta uppgjör.  Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágústmánuði hafa verið reiknaðar og birtar á vef Rl. Við uppgjörið hafði verið skilað skýrslum frá 93% af þeim 583 búum sem eru skráð í skýrsluhaldið. Reiknuð meðalnyt 20.984,9 árskúa var 5.632 kg sem er 17 kg lækkun frá síðasta uppgjöri. Meðalfjöldi árskúa á búum þeim sem skýrslum hafði verið skilað frá var 38,9.

 

 

 

Hæsta meðalnyt búa á tímabilinu var á búi Eggerts Pálssonar á Kirkjulæk í Fljótshlíð, 7.705 kg eftir árskú og er það sama búið og mest meðalnyt var á við uppgjör síðustu tveggja mánaða. Næsta bú í röðinni var bú Helga Bjarna Steinssonar á Syðri-Bægisá í Öxnadal en þar var meðalnytin 7.702 kg á árskúna og er það einnig sama búið og var annað í röðinni eftir síðasta mánuð. Þriðja búið á listanum var Félagsbúið í Ytri-Skógum undir Austur-Eyjafjöllum en þar var reiknuð meðalnyt 7.497 kg eftir árskú. Á 21 búi var reiknuð meðalnyt á síðustu 12 mánuðum hærri en 7.000 kg eftir árskú en á 23 búum við uppgjörið eftir júlí.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is