Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2013 08:26

Róttækar breytingar lagðar til á skipulagi SSV og skyldra félaga

Starfshópur sem fjallaði um framtíðarskipulag á starfsemi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi mælir með því að fyrirtæki og stofnanir fái aðild að samtökunum þegar nýtt skipulag samtakanna, sem nú er í mótun, verður samþykkt. Þetta kom fram í máli Gísla Gíslasonar fulltrúa hópsins sem fór yfir vinnu hans og tillögur á aðalfundi SSV sem hófst í hádeginu í dag í sal gamla Héraðsskólans í Reykholti. Hópurinn mælir einnig með áframhaldandi aðildarformi að samtökunum, sem sveitarfélögin ein hafa átt aðild að, en í fyrri tillögunni er horft til þeirrar leiðar sem sveitarfélög á Austurlandi fóru með stofnun Austurbrúar í fyrra. Utan þessa atriðis, fela báðir kostirnir í sér töluverðar breytingar, allra mest á verkaskiptingu innan samtakanna. Hópurinn leggur m.a. til til að nýtt skipurit verði búið til fyrir starfsemina þar sem verkefnum verði hliðrað til og að hagrætt verði í yfirbyggingu.

Meðal þeirra aðgerða sem hópurinn mælir með er að fella allan daglegan rekstur, bókhald og eftirlit undir einn miðlægan hatt, svo sem með samningum við einstakar rekstrareiningar SSV á borð við atvinnuráðgjöf, heilbrigðiseftirlit og Sorpurðun Vesturlands. Einnig mælir hópurinn með því að Markaðsstofa Vesturlands og Menningarráð Vesturlands verði lögð niður í núverandi mynd og verkefni þeirra, auk framkvæmd Vaxtarsamnings Vesturlands, verði felld undir einn hatt. Mælt er einnig með fleiri aðgerðum, t.d. að upplýsingaflæði til sveitarfélaga verði aukið, að ákvörðun um ný verkefni utan fjárhagsáætlunar verði borin undir samþykki sveitarfélaganna og að aðalfundur SSV samþykki þóknanir vegna nefndar- og stjórnarsetu á vegum samtakana.

 

Að sögn Gísla Gíslasonar er markmið tillagnanna að ná utan um þá umfangsmiklu og fjölþættu starfsemi sem SSV hefur á sínum snærum, en líkt og önnur landshlutasamtök á Íslandi þá hefur starfsemin vaxið umtalsvert á allra síðustu árum. Vinna hópsins fór af stað í febrúar síðastliðnum að frumkvæði fundar oddvita og framkvæmdastjóra sveitarfélaganna í landshlutanum þar sem fram kom skýr vilji til þess að endurskoða heildarfyrirkomulag á framkvæmd þeirra verkefna sem unnið er að hjá samtökunum. Hagræðingarhvati býr einnig að baki þessari vinnu, en sem dæmi voru fjármálaleg umsvif SSV og fyrrgreindra stofnana á þessu ári um 900 milljónir króna. Til samanburðar eru einungis þrjú sveitarfélög í landslutanum með meiri veltu en samtökin.

 

Tillögurnar verða ræddar frekar á aðalfundinum sem lýkur síðdegis á morgun. Stjórn SSV hefur lagt til við fundinn að bíða með ákvörðun um breytingar og þess í stað taka hana á framhaldsaðalfundi sem boðað verður til að 4-6 vikum liðnum.

 

Samkvæmt tillögu stjórnar mun annar starfshópur undir formennsku Páls S. Brynjarssonar, sveitarstjóra Borgarbyggðar, vinna áfram með tillögur framtíðarhópsins í millitíðinni og þær athugasemdir sem borist hafa. Ásamt Páli yrðu í hópnum oddvitar og framkvæmdastjórar sveitarfélaganna í landshlutanum. Endanleg útfærsla yrði síðan lögð fram til afgreiðslu á framhaldsaðalfundinum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is