Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2013 11:27

Aftur dugðu fjögur mörk ekki Skagamönnum

Þrátt fyrir að Skagamenn skoruðu fjögur mörk í Pepsídeildarleik gegn Keflavík í gær, dugði það þeim ekki til að vinna leikinn. Keflvíkingar skoruðu fimm og stóðu uppi sem sigurvegarar í lokin. Með sigrinum tryggðu Keflvíkingar nánast sæti sitt í deildinni, en staða Skagamanna versnaði til muna og var hún nú ekki góð fyrir leikinn. Aðeins kraftaverk getur bjargað ÍA frá falli. Leikurinn var einkennandi fyrir leik Skagamanna í sumar. Áfram slakur varnarleikur og þetta er í annað skiptið í sumar sem fjögur mörk duga ekki til sigurs. Það gerðist á Hlíðarenda gegn Val þegar Valsmenn skoruðu sex mörk og þá fengu Skagamenn einnig á sig sex mörk gegn FH á Akranesvelli núna í seinni umferðinni. Fyrri hálfleikurinn í Keflavík var martröð beggja þjálfara, slakur varnarleikur en mikið skorað. Heimamenn höfðu frumkvæðið en gestunum tókst ávallt að jafna og í hálfleik var staðan 3:3. Keflvíkingar bættu tveimur mörkum við í seinni hálfleiknum fyrst á 62. mínútu og síðan á 84. mínútu. Skagamönnum tókst síðan að klóra í bakkann með marki undir lokin. Það voru Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Arnar Már Guðjónsson og Jorge Garcia sem skoruðu mörk ÍA. 

Næsti leikur Skagamanna er síðan Vesturlandsslagurinn gegn Víkingum Ólafsvík á Akranesvelli nk. sunnudag. Um líf og dauða í deildinni er að ræða fyrir bæði lið, en án sigurs er ÍA endanlega fallið úr Pepsídeildinni. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is