Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2013 11:59

Lánlausir Víkingar töpuðu fyrir KR

Víkingar höfðu ekki heppnina með sér í gærkveldi þegar þeir töpuðu fyrir toppliði Pepsídeildarinnar vesturbæjarstórveldinu KR þegar liðin mættust á Ólafsvíkurvelli. Víkingar voru í miklum sóknarhug í fyrri hálfleiknum og voru nokkrum sinnum nærri því að skora. Einkanlega átti KR vörnin í erfiðleikum með Guðmund Stein Hafsteinsson. Meistaraefnin í KR vörðust vel og áttu líka hættulegar sóknir. Úr einni þeirra skoraði varnarmaðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson á 57. mínútu. Reyndist það sigurmark leiksins. KR-ingar var sterkara liðið í seinni hálfleiknum en engu að síður gerðu Víkingar harða hríð að marki gestanna undir lokin og margri vildu meina að þá hefðu Víkingar átt að fá vítaspyrnu þegar boltinn lenti í hendi varnarmanns KR. Víkingar eru sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar, með 14 stig þremur stigum minna en Þór í 10. sætinu.

 

Í næstu umferð, þeirri 20., er Vesturlandsslagur á Akranesi þegar ÍA og Víkingur mætast, en ÍA er neðst með 8 stig.  Líf Skagamanna í Pepsídeildinni hangir á bláþræði, sem Víkingar gætu klippt á og um leið aukið sína möguleika að halda sæti í deildinni. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is