Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2013 12:41

Degi íslenskrar náttúru fagnað um allt land á mánudaginn

Örnefni, stjörnur, náttúruljóð, jarðfræði, jurtalitun, útikennsluapp, laxalíf, skipulagsuppdrættir, náttúruratleikur og kvikmyndafrumsýning er meðal þess sem almenningi gefst kostur á að kynna sér og njóta á Degi íslenskrar náttúru, sem fagnað verður um allt land á mánudag, 16. september. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun í tilefni dagsins veita fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti á sérstakri hátíðarsamkomu við Elliðavatnsbæinn sem hefst klukkan 13:30 á mánudag. Eftirtaldir eru tilnefndir til Fjölmiðlaverðlaunanna: Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri tímaritsins Í boði náttúrunnar, Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaðurog Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu. Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti er veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar.  

 

 

 

Dagskrá á Vesturland;

 

14:30 Snæfellsnes Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Umhverfisstofnun býður upp á ferð í rútu þar sem verkefnið „Ljóð í náttúru“ verður kynnt. Áð verður á nokkrum völdum stöðum þar sem ljóðaskiltum hefur verið komið fyrir. Mæting á gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum kl. 14:30.

 

16:30 Akranes. Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru 16. september bjóða Landmælingar Íslands til örnefnagöngu undir leiðsögn Ásmundar Ólafssonar. Mæting er kl. 16:30 í Akranesvita. Þaðan verður gengið að Aggapalli. Boðið verður upp á tónlistaratriði í Akranesvita og kaffi og kleinur á Aggapalli. Sjá auglýsingu.

 

18:00 – 22:00 Borgarfjörður Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru verður kvöldopnun í Hespuhúsinu sem staðsett er í Árnesi við Andakílsárvirkjun. Þar geta gestir kíkt ofan í litunarpottana og fræðst um íslenska jurtalitunarhefð. Nánar um Hespuhúsið á Facebook.

 

20:00 Stykkishólmur Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, 16. september, býður Náttúrustofa Vesturlands upp á fræðsluerindi um viðburði síðasta vetrar í Kolgrafafirði. Róbert A. Stefánsson flytur erindi sitt og Menju von Schmalensee, Líf og dauði í Kolgrafafirði, á ráðhúsloftinu í Stykkishólmi. Allir velkomnir.

 

 

 

Loks má nefna að afmælisbarn dagsins, Ómar Ragnarsson, frumsýnir þrjár kvikmyndir í Bíó Paradís: Heimilda- og fræðslumyndina „Akstur í óbyggðum“ og tvö tónlistarmyndbönd.

Ítarlega dagskrá Dags íslenskrar náttúru er að finna á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á slóðinni: http://www.umhverfisraduneyti.is/dagur-islenskrar-natturu-2013/dagskra

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is