Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2013 06:55

Sigraði í sumarmyndasamkeppni Mbl og Nýherja

Ljósmynd sem Finnur Andrésson áhugaljósmyndari á Akranesi sendi inn í Sumarmyndakeppni Mbl og Nýherja reyndist sú besta, að mati dómnefndar. Að launum fékk Finnur Canon EOS 60-D myndavél að verðmæti 140 þúsund krónur sem hann tók við í gær. Verðlaunamyndin var nærmynd af mávi með smákrabba í gogginum sem Finnur tók á bryggjunni á Akranesi fyrr í sumar. „Ég hef aðeins fylgst með mávunum en þeir fara á veiðar í höfninni þegar háfjara er. Þá kroppa þeir krossfisk og smákrabba af dekkjunum á viðlegukantinum. Þessi mávur var einmitt að því og hafði nýlega náð sér í krabbann sem hann er með í kjaftinum.“

 

 

 

Finnur var að vonum ánægður með verðlaunin en hann hefur áður tekið þátt í sömu keppni og hafnaði þá sólsetursmynd hans af Höfrungi í öðru sæti. „Það er mjög gaman að vinna í svona keppni. Ég sendi líklega inn einar 20 myndir í keppnina að þessu sinni,“ segir hann. Finnur er þessa stundina án atvinnu og kveðst því hafa góðan tíma til að sinna áhugamálinu sem er ljósmyndun. Undanfarið hefur hann aðallega verið að mynda fugla. „Þá hef ég verið að dunda við að selja myndir og er núna að undirbúa prentun á dagatali sem verður með norðurljósamyndum." Aðspurður segist hann mynda á Canon 5D Mark-2 vél og tók verðlaunamyndina á Canon 100-400 linsu. „Ætli ég selji ekki bara vélina sem ég fékk í verðlaun, þarf ekki tvær öflugar myndavélar,“ sagði Finnur að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is