Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2013 05:04

Skólastjóri gerir starfslokasamning í kjölfar niðurstöðu úr Skólavoginni

Kristján Gíslason skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi tilkynnti á fundi með starfsfólki skólans í dag að hann hafi gengið frá starfslokasamningi við Borgarbyggð og muni láta af skólastjórnum frá og með 15. október næstkomandi. Sagði hann starfsfólki að ástæða uppsagnarinnar væri umræða sem skapast hefur í kjölfar niðurstöðu skýrslu um skólann, Skólavogarinnar, en þar kom skólinn illa út á landsvísu í ákveðnum þáttum. „Þessi niðurstaða er fengin í góðu samráði við forsvarsmenn Borgarbyggðar. Ég kaus að fara þessa leið til að skapa frið um skólastarfið og treysta stoðir þess. Þá er því ekki að neita að kosningavetur er í nánd og viðkvæm mál af því tagi sem skólamál eru, er slæmt að hafa óleyst við slíkar aðstæður. Því er svo ekki að neita að umræðan öll í kjölfar Skólavogarinnar hefur lagst þungt á mig og því er þetta að mínu mati farsælasta niðurstaðan eftir talsverða yfirlegu,“ sagði Kristján í samtali við Skessuhorn.

 

 

Staða skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi verður nú auglýst en fram að ráðningu mun Hilmar Már Arason aðstoðarskólastjóri leysa af. „Kristján mun láta af störfum um miðjan október. Samist hefur um að hann fari í sérverkefni fyrir Borgarbyggð á næsta ári og ljúki störfum sumarið 2015 enda hefur hann þá náð svokallaðri 95 ára reglu opinberra starfsmanna,“ segir Páll S Brynjarsson sveitarstjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is