Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2013 01:01

Framhaldsskólakeppnin hjólum í skólann

Hjólum í skólann er nýtt verkefni þar sem nemendur og starfsmenn framhaldsskóla landsins keppa sín á milli um að nýta virkan ferðamáta sem oftast í og úr skóla. Með virkum ferðamáta er t.d. átt við að hjóla, ganga, hlaupa, fara á hjólabretti/línuskautum eða í strætó til og frá skóla. Hjólum í skólann fer fram í fyrsta skipti dagana 16.-20. september í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna, en stefnt er að því að keppnin verði árviss viðburður á samgönguviku. Hjólum í skólann er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Hjólafærni á Íslandi, Embætti landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands íslenskra framhaldsskólanema.

 

 

Í tilkynningu vegna verkefnisins segir að markmið þess sé að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna. Á meðan á Hjólum í skólann stendur verður myndakeppni í gangi þar sem framhaldsskólarnir geta sent inn mynd af sinni þátttöku í gegnum Facebook síðu verkefnisins eða á netfangið kristin@isi.is. Dómnefnd sér svo um að velja bestu myndina en einnig verður tekið tillit til hversu mörg „like“ hún fær á Facebook. Sá skóli sem vinnur hlýtur 50.000 kr. til að nýta til hjólaframkvæmda, segir í tilkynningunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is