Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2013 03:29

Hrannarbúðin í Grundarfirði til sölu

Hrannarbúðin hefur lengi verið til staðar í Grundarfirði og hafa íbúar bæjarins og nærliggjandi byggðarlaga getað sótt sér töluverða þjónustu þangað. Þau Gunnar Kristjánsson og Jóhanna H Halldórsdóttir hafa rekið verslunin um árabil en þau hafa ákveðið að selja hana og vilja gjarnan að reksturinn haldi áfram. Jóhanna hóf störf í Hrannarbúðinni 1983 en móðir hennar Pálína Gísladóttir rak hana þá. Þau Gunnar og Jóhanna hafa aftur á móti átt verslunina frá árinu 1986 og þar hefur ávalt verið mikið vöruúrval. „Við höfum alltaf þurft að miða við árstíðina í úrvalinu hjá okkur og það skýrir fjölbreytnina. Reiðhjól á vorin, skólavörur á haustin og slíkt. Þegar skíðalyftan kom hérna seldum við líka skíði,“ segja þau Gunnar og Jóhanna í samtali við Skessuhorn. Hrannarbúðin hefur lengi endurspeglað þörfina í Grundarfirði. „Þegar fleiri en einn spyr um eitthvað höfum við brugðist við þörfinni,“ segir Gunnar.

 

 

 

Samanlögð starfsreynsla þeirra í Hrannarbúðinni er tæp 50 ár. „Jóhanna er búin að vinna hérna samfellt í 30 ár og það eru 16 ár síðan ég hætti sem skólastjóri og fór í þetta með henni. Þá stækkuðum við og bættum við nokkrum vöruflokkum,“ segir Gunnar. Við það bætir Jóhanna: „Það kemur að því að mann langar til að gera eitthvað annað eftir allan þennan tíma.“ Að reka Hrannarbúðina hefur verið mjög bindandi starf. „Við höfum aldrei getað tekið okkur almennilegt frí þar sem við sjáum bara ein um verslunina. Við erum komin á þann aldur að við viljum hafa frjálsari tíma á meðan við erum það spræk að við getum notað hann. Það er ekkert gaman að ætla að taka fríið þegar maður er orðinn of gamall,“ segja þau.

 

Fólk ánægt með þjónustuna

Gunnar og Jóhanna hafa mikla trú á því að einhver muni kaupa verslunina og halda áfram að reka hana. „Það er alveg hægt að reka svona verslun. Það þarf spræka og kraftmikla einstaklinga til þess, því það þarf að vera vakinn og sofinn yfir því að þjóna viðskiptavininn. Við höfum búið að því að fyrirtækin á staðnum hafa verið mjög jákvæð í garð verslunarinnar og það skiptir máli að fylgjast með í samfélaginu, þörfinni, þróun, tækni og öllu öðru. Það þarf stöðugt að vera á tánum.“ Húsnæði verslunarinnar og verslunin sjálf er til sölu. „Ég trúi ekki öðru en að einhver vilji reka svona verslun áfram. Hún er alls ekki bundin við húsnæðið og það er hægt að reka hana alls staðar. Húsnæðið getur verið nýtt í eitthvað allt annað þess vegna,“ segir Jóhanna.

Hrannarbúðinni verður lokað í byrjun desember. „Fólk er miður sín yfir því að versluninni verði mögulega lokað. Margir hverjir segja að það yrði ægilegt ef enginn tæki við. Við höfum svo fundið fyrir því hvað fólk er ánægt með þá þjónustu sem við höfum veitt í gegnum tíðina,“ segja þau. Ef enginn kaupir verslunina mun reksturinn hætta. „Samfélagslega væri það mjög slæmt. Þegar þjónustustig lækkar takmarkast lífsgæði íbúa. Við vonum innilega að það séu einhverjir þarna úti sem vilji taka þetta að sér,“ segja þau að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is