Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2013 09:01

Tæplega sextíu voru brautskráðir frá Háskólanum á Bifröst

Síðastliðinn laugardag voru tæplega 60 nemendur útskrifaðir frá Háskólanum á Bifröst. Útskrifað var frá frumgreinadeild, grunnnámi og meistaranámi úr öllum deildum skólans. Þetta var fyrsta brautskráning Vilhjálms Egilssonar rektors.  Í ræðu sinni talaði hann m.a. um að útskriftarnemendur myndu auka hróður Háskólans á Bifröst með verkum sínum og að þær ólíku leiðir sem þeir færu myndu liggja til meiri þroska og spennandi viðfangsefna. Hann talaði um að Háskólinn á Bifröst stæði á gömlum og traustum grunni sem hefði alltaf átt erindi í íslensku samfélagi. Hlutverk þeirra sem nú starfa í skólanum sem og nemenda væri að skrifa söguna áfram, sögu sem byggð væri á því sem þau hefðu fengið í arf og metnaður væri fyrir því að þeirra sögukafli segði frá nýjum framförum og aukinni velgengni skólans. 

Vilhjálmur sagði að lífið á Bifröst væri sannarlega á fleygiferð.  Skólinn sjálfur væri að breytast og mikið af nýju fólki hefði komið til skólans meðan aðrir hefðu haldið á nýjan vettvang.  Sjálfur hefði hann komið síðastliðið sumar og tók við hlutverkinu af Bryndísi Hlöðversdóttur sem hafði leitt skólann með miklum sóma á erfiðum tímum. En það er ekki bara hann sjálfur sem er í nýju hlutverki.  Anna Elísabet Ólafsdóttir hefur sem kunnugt er tekið við sem aðstoðarrektor og breytingar eru í öllum sviðstjórahlutverkunum.  Sagði Vilhjálmur að skólinn væri líka að fá nýjan yfirmann fyrir rekstur og fjármál auk töluverðrar endurnýjunar í kennaraliðinu.

 

 

 

Nemendur í samstarf við atvinnulíf á Vesturlandi

Vilhjálmur sagði frá því að skólinn væri að vinna saman með sveitarfélögum á Vesturlandi að Sóknaráætlun.  Verkefni Bifrastar í því ferli væri að auka tengsl atvinnulífs og skóla og að Háskólinn á Bifröst væri að fara af stað með sérstök nemendaverkefni þar sem nemendur taka að sér að gera rekstraráætlanir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.  Þetta verkefni kemur til með að skapa mikil tækifæri fyrir nemendur og nýja sérstöðu fyrir Háskólann á Bifröst ef vel tekst til. Á fundi í Arionbanka í Borgarnesi sl. fimmtudag kynnti Vilhjálmur þessa hugmynd fyrir nokkrum stjórnendum fyrirtækja. Lesa má nánar um væntanleg rekstraráætlanaverkefni Bifrestinga í Skessuhorni sem kemur út á miðvikudaginn.

 

Nám í matvælarekstrarfræði

Vilhjálmur sagði að skólinn stefndi á að hefja nám í matvælarekstrarfræði næsta haust þar sem að bætt væri inn í viðskiptafræðina þekkingu í matvælafræði og tækni. Þá talaði hann einnig um að Háskólinn á Bifröst væri umsjónaraðili með rekstri tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi sem vonandi muni marka spor í símenntunarstarfið á Bifröst. 

Að lokum talaði Vilhjálmur um að skólann langaði til að setja upp sérstaka sýningu í Háskólanum á Bifröst um íslenskt atvinnulíf. Hugmyndin væri að kynna nútíma atvinnulíf á Íslandi, nýta húsnæði skólans fyrir sýninguna og laða gesti og gangandi inn á staðinn.  Sagði hann að nemendur fái hlutverk við að búa til efnið á sýningunni og að hún verði stór þáttur í kynningu og markaðssetningu skólans. Mun fleiri mál eru í gangi sem eiga að gera skólann að ennþá betri kosti fyrir nemendur. Sagði Vilhjálmur að þau sem væru nú í forystusveit skólans ætluðu sér hvergi að slaka á í metnaði sínum fyrir skólans hönd.  Þau gerðu miklar kröfur til þeirra sjálfra og vissu að á þeim byggir góður árangur í skólastarfinu. Í ræðum útskriftarnemenda kom fram mikil ánægja að vera á Bifröst.  Námið væri sveigjanlegt eftir tíðarandanum og það væri vissulega sérstaða skólans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is