Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2013 08:01

Breiðavík kaupir nýjan bát sem leysir af tvo aðra

Síðastliðinn laugardag bættist nýr bátur í flota Snæfellinga þegar Kristinn SH-812 kom til heimahafnar í Ólafsvík. Útgerðarfélagið Breiðavík ehf. keypti bátinn frá Belgíu en hann er upphaflega smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2010 og er af gerðinni Cleopatra 50. Kristinn SH er 14,70 metra langur og 4,4 metra breiður. Eigendur eru þeir feðgar Bárður Guðmundsson og Þorsteinn Bárðarson. Sigldu þeir bátnum til Íslands ásamt tveimur Belgum og tók ferðin hingað til lands um eina viku. Þorsteinn segir í samtali við Skessuhorn að bátnum hafi verið siglt til Hafnarfjarðar þar sem honum hafi verið breytt að þeirra óskum. Dráttarlúga hafi verið stækkuð, ný dælustöð fyrir spilkerfi sett í bátinn auk nýrra tækja. Þorsteinn segir einnig að í bátnum séu tvær Volvo 500 hestafla vélar auk ljósavélar og svo er krapavél um borð.

Breiðavík á tvo báta fyrir en útgerðin mun setja þá báða á sölu. Þorsteinn segir að með þessum kaupum verði betri aðstaða fyrir áhöfn og ákveðið hagræði fáist með svo góðum báti. Kristinn SH verður gerður út til línuveiða og verða fjórir menn í áhöfn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is