Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2013 09:01

„Það eru jólin tvisvar á ári hjá okkur“

Í júlímánuði 1998 urðu miklar breytinga í lífi Akurnesinga og nágranna þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð og ekki þurfti lengur að fara fyrir fjörðinn. Þegar Akraborgin sigldi síðustu ferðina milli Akraness og Reykjavíkur hittist svo á að ung fjölskylda af Skaganum var að flytja búferlum til Reykjavíkur. Þetta voru þau Andrés Helgason tónlistarkennari og Hrönn Harðardóttir ásamt börnum sínum þremur. Þau höfðu þá sex árum áður stofnað Tónastöðina í Reykjavík og sú starfsemi undið svo upp á sig að ekki var lengur hjá því komist að flytja í borgina. Þau Hrönn og Andrés notuðu Akraborgina, eða Bogguna eins og hún var gjarnan kölluð, til ferða kvölds og morgna á þessum árum.  

Andrési er til efs að nokkrir hafi nýtt flóaskipið jafn vel og þau, að ÞÞÞ undanskildum. „Ég sé eftir Boggunni. Þarna hittist fólk og oft spunnust fjörugar umræður þennan klukkutíma sem ferðin tók, um landsins gagn og nauðsynjar og bæjarmálin voru krufin. Þarna náðu ýmsir á pólitíkusana, það var hægt að króa þá af, þeir komust ekkert. Og þeir sem vildu ekki taka þátt í samkundunni fóru bara niður og lögðu sig,“ segir Andrés.

 

Blaðamaður Skessuhorns fór og hitti Andrés í Tónastöðinni á dögunum. Andrés hafði frá ýmsu að segja, bæði af uppvextinum á Skaganum, tónlistinni og hvernig það þróaðist stig af stigi að þau hjónin reka í dag eina stærstu, ef ekki stærstu, hljóðfæraverslun landsins.

 

Sjá viðtal við Andrés Helgason í Tónastöðinni í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is