Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2013 08:01

Stefnt að breytingum á skipulagi SSV

Skipulagsbreytingar, almenningssamgöngur og málefni fatlaðra voru fyrirferðarmikil hjá sveitarstjórnarfólki á Vesturlandi sem sótti aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í Reykholti í síðustu viku. Á fundinum var meðal annars lögð fram samantekt starfshóps undir forystu Gísla Gíslasonar hafnarstjóra þar sem kynntar voru til leiks tillögur að nýju skipulagi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Meðal róttækustu tillagna hópsins er að víkka út aðild að samtökunum þannig að fyrirtæki, skólar, stéttarfélög eða stofnanir geti öðlast aðild að þeim. Gengur tillagan undir vinnuheitinu „Vesturbrú,“ en þar er vísað í samkynja framtak sveitarfélaga á Austurlandi sem stofnuðu landshlutasamtökin Austurbrú í fyrra, m.a. með þátttöku fulltrúa atvinnulífsins og menntastofnana á svæðinu.

Hallarekstur á rekstri almenningssamgangna sem SSV stendur að ásamt þremur öðrum landshlutasamtökum í samstarfi við Strætó bs. var einnig til umræðu svo og staða og horfur í rekstri á þjónustu við fatlaða einstaklinga í landshlutanum. Í báðum málaflokkum er unnið að endurbótum sem miða að því að koma rekstrinum á réttan kjöl. Fleiri mál voru einnig rædd á fundinum og þar voru ýmsar ályktanir samþykktar. Fundinn sóttu einnig nokkrir gestir sem ávörpuðu hann, þeirra á meðal Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst og Þóroddur Bjarnason stjórnarformaður Byggðastofnunnar.

 

Sjá ítarlega umfjöllun um aðalfund SSV í Skessuhornu sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is