Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2013 04:45

Ísland Got Talent áheyrnarprufur í Borgarnesi

Stöð2 stendur fyrir einni stærstu hæfileikakeppni sem fram hefur farið hér á landi í vetur sem ber heitið „Ísland Got Talent“. Keppni af þessu tagi og með sama nafni hefur farið fram í þjóðlöndum um allan heim en þetta er í fyrsta skipti sem hún fer fram hér á landi. Keppnin hefst með áheyrnarprufum sem fara fram í öllum landshlutum og á Vesturlandi fer prufan fram í Hjálmakletti í Borgarnesi þriðjudaginn 1. október næstkomandi. Prufurnar hefjast klukkan 16 og standa yfir fram eftir kvöldi. Skráning fer fram á vefsíðunni www.stod2.is/talent  Í tilkynningu frá stjórnendum þáttarins segir að leitað sé eftir hæfileikaríku fólki sem vill setja á svið skemmtilegt atriði sem geti verið söngur, dans, uppistand, hljóðfæraleikur, leikþáttur, íþróttaatriði, áhættuatriði, töfrabrögð, sirkusatriði, gæludýragrín og í raun hvað sem fólki dettur í hug. Fólk á öllum aldri á þátttökurétt í keppninni sem getur tekið þátt eitt og sér, í pörum eða í litlum og stórum hópum.

 

 

 

Krafan er hins vegar sú að atriðin hljóti náð dómnefndar sem skipuð er tónlistarfólkinu Bubba Morthens, Þórunni Antoníu, Jóni Jónssyni auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrrverandi menntamálaráðherra. Stjórnandi þáttarins er Auðunn Blöndal. Áheyrnarprufum lýkur um miðjan október en sýningar á þáttaröðinni hefjast í desember. Til mikils er að vinna í keppninni en siguratriðið fær í sinn hlut 10 milljónir króna.

 

Sjá nánar auglýsingu í Skessuhorni sem kom út í morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is