Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2013 10:25

Stór dagur á Reykhólum - Vígsla nýs fyrirtækis og forsetaheimsókn

Stór dagur var hjá íbúum Reykhóla og nágrennis í gær og víða blöktu fánar við hún í þorpinu. Það er ekki á hverjum degi sem nýtt framleiðslufyrirtæki tekur til starfa á Íslandi og allra síst út um byggðir landsins. Saltverksmiðjunni Norðursalti var hleypt formlega af stokkunum í gær með því að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands klippti á borða því til staðfestingar. Fjöldi manns var viðstaddur afhöfnina og veislu sem haldin var af þessu tilefni. Forsetinn heimsótti Reykhóla gegngert vegna Norðursalts. Þar er unnið náttúrulegt flögusalt úr sjónum við hafnargarðinn sem verksmiðjuhúsið stendur á. Orkan við vinnsluna kemur að langstærstum hluta frá affallsvatni Þörungaverksmiðjunnar sem er steinsnar frá og hóf starfsemi fyrir 38 árum. Við vinnslu saltsins er beitt svipaðri aðferð og reynd var á Reykhólum fyrir nokkrum öldum, með því að handvinna það af sölturum á stórum pönnum. Þá var um íslenska/danska samvinnu að ræða líkt og nú. Nokkur störf skapast á Reykhólum með starfseminni.

Forsetinn kom í ávarpi sínum við opnun Norðursalts inn á þetta skemmtilega afturhvarf til fortíðar, en ekki síður þann kraft og áræði sem þarna væri á ferðinni, og þá mikla möguleika sem fælust í nýtingu jarðvarma og auðæfa náttúrunnar, sem nóg væri af á Reykhólum. Hann sagði að þessi sérstaða svæðisins hefði endurspeglast í samtölum sínum við börn á leikskólanum og heimilisfólk í hjúkrunar- og dvalarheimlinu Barmahlíð fyrr um daginn.

 

Nánar um Norðursalt og forsetaheimsókn í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is