Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2013 08:01

Sýningin dúkar, fuglar og hnífar í Leir 7

„Dúkar, Fuglar og Hnífar“ er heiti sjöttu sýningarinnar af sjö í sýningarröðinni „Matur er manns gaman“ sem fram fer í galleríinu Leir 7 í Stykkishólmi. Sýningin verður opnuð næstkomandi laugardag en að henni standa þau Helga Pálína Brynjólfsdóttir textílhönnuður, Ingibjörg Helga Ágústsdóttir tréskurðarkona og Páll Kristjánsson hnífasmiður. Litbrigði haustsins er viðfangsefni sýningarinnar og eiga því gestir þess kosts að verða fyrir athyglisverðri haustupplifun á henni. Höfundarnir eiga fölþættan bakgrunn í listsköpun sinni. Helga útskrifaðist frá textíldeild Listiðnaðarháskólans í Helsinki (UIAH) í Finnlandi vorið 1988. Hún vinnur að margvíslegum textíl og bókverkum sem hún hefur sýnt á sýningum hérlendis og erlendis. Á sýningunni sýnir Helga bómullardúka þar sem hún vinnur út frá þemanu fugl eða fiskur. Ingibjörg hefur aftur á móti unnið tréverk byggð á íslenskum þjóðsögum og þjóðtrú. Á sýningunni mun hún aðallega taka fyrir grágæsina, ýmist sem borð eða veggskraut. Gæsirnar sem eru í fullri stærð eru skornar út úr Linditré sem Ingibjörg notar nær eingöngu í sín verk. Loks hefur Páll smíðað hnífa í um 30 ár og haft það að atvinnu undanfarna tvo áratugi. Ýmsan efnivið notar hann í hnífa sína á borð við tré, horn, tennur og bein, sjón er því sögu ríkari.

Sýningin á laugardaginn er opin frá kl. 14 til 16 og eru allir boðnir velkomnir. Sýningin stendur yfir til 14. október nk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is