Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2013 03:29

Tveir sigrar og eitt tap hjá Vesturlandsliðunum í körfunni

Öll þrjú Vesturlandsliðin sem taka þátt í Lengjubikar karla og kvenna í körfubolta léku í gærkvöldi í sínum riðlum. Í Stykkishólmi léku bæði karla- og kvennalið Snæfells gegn liðum KR, en í Borgarnesi mættu Skallagrímsmenn liði Hamars frá Hveragerði. Fyrri leikurinn í Stykkishólmi, sem fór fram kl. 18, var leikur kvennaliðina sem Snæfell sigraði með fimm stigum, 73:68. Leikurinn var hnífjafn mest allan tímann og var staðan í hálfleik 40:41 fyrir gestina. Snæfellskonur uppskáru hins vegar sex stiga forystu undir lok þriðja leikhluta, 57:51, og náðu síðan að fylgja henni eftir með góðum leik í lokaleikhlutanum.

Hildur Sigurðardóttir var stigahæst í liði Snæfells í gær með 22 stig og 10 fráköst en á eftir henni kom hin bandaríska Chynna Unique Brown með 21 stig. Þá skoruðu Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11, Eva Margrét Kristjánsdóttir 9 og Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4. Einnig voru Edda Bára Árnadóttir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir allar með 2 stig.

 

Góður fjórði leikhluti dugði ekki til

Að leik kvennaliðann loknum fór fram leikur karlaliðanna. Leikurinn fór jafnt af stað í byrjun en þegar leið á fyrsta leikhluta náðu KR-ingar nokkurra stiga forskoti. Með snörpum sóknarleik á síðustu mínútum hans náðu gestirnir hins vegar bæta í forskotið var staðan að leikhlutanum loknum 19:28. KR-ingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og bættu við forystu sína. Snæfellingar náðu hins vegar að klóra í bakkann áður en flautað var til hálfleiks en þá var staðan 36:44. Heimamenn komu illa stefndir til leiks í þriðja leikhluta og áður en langt um leið var forskot KR-inga komið í 18 stig. Hólmarar unnu þó tilbaka fáein stig áður en leikhlutanum lauk. Staðan eftir þriðja leikhluta 53:67. Heimamenn hresstust heldur við í fjórða leikhluta með miklum baráttuleik. Átu þeir upp stigamuninn hægt og bítandi þannig að um miðjan leikhluta var munurinn einungis fjögur stig, 70:74. Liðin skiptust síðan á körfum á lokamínútunum en án þess að Snæfell kæmist yfir. Sigurinn var því KR-inga. Lokatölur 85:87.

 

Stigahæstur Hólmara í leiknum var Bandaríkjamaðurinn Zachary Jamarco Warren sem skoraði 26 stig, en að auki tók hann 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson kom næstur með 12 stig og þá Finnur Atli Magnússon með 11. Einnig skoruðu Sigurður Þorvaldsson 11, Kristján Pétur Andrésson 10, Stefán Karel Torfason 4, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Hafþór Ingi Gunnarsson 3, Snjólfur Björnsson 2 og Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2.

 

Kaflaskipt í Borgarnesi

Skallagrímsmenn báru loks sigurorð af liði Hamars frá Hveragerði á heimavelli sínum í Borgarnesi með átta stigum, 104:92. Leikurinn var kaflaskiptur mjög en Borgnesingar réðu leiknum með miklum yfirburðum í fyrri hálfleik, höfðu yfir 29:16 að loknum fyrsta leikhluta og síðan 60:36 í hálfleik. Liðið missti tvo leikmenn út af meidda í fyrri hálfleik, þá Trausta Eiríksson og Val Sigurðsson, og léku þeir ekki meira með liðinu í leiknum. Meiðsli þeirra eru þó ekki alvarleg. Síðari hálfleikur var heldur brokkgengur hjá Skallagrímsmönnum sem réðu illa við að verjast sóknarleik gestanna. Einnig ollu villuvandræði Grétars Inga Erlendssonar þeim vandkvæðum undir körfunni á þessum kafla. Hamarsmenn gengu því á lagið og minnkuðu muninn töluvert áður en þriðji leikhluti var allur en staðan að honum loknum var 79:68. Góð viðspyrna heimamanna í sókn sem vörn í lokaleikhlutanum tryggði hins vegar það að Hamarsmenn komust ekki nær og því var sigurinn Borgnesinga að endingu.

 

Fremstur í liði Skallagrímsmanna í leiknum var Egill Egilsson sem átti sinn besta leik í Skallagrímsbúningnum til þessa með 20 stig og hvorki meira né minna en 22 fráköst. Stigahæstur í liði heimamanna var hins vegar Davíð Ásgeirsson sem skoraði 23 stig. Grétar Ingi Erlendsson stimplaði sig vel inn í sínum fyrsta heimaleik í Skallagrímsbúningnum og skoraði 20 stig. Þá skoruðu Davíð Guðmundsson 19 stig, Orri Jónsson 17, sem einnig gaf 10 stoðsendingar, og Sigursteinn O. Hálfdánarson 5.

 

Þétt dagskrá framundan

Riðlakeppni Lengjubikarsins klárast í lok vikunnar og því er þétt dagskrá framundan hjá öllum liðum. Karlalið Snæfells keppir á föstudaginn gegn Breiðablik á útivelli og síðan aftur gegn KR á sunnudaginn í Vesturbænum. Næsti leikur Snæfellskvenna fer hins vegar fram á morgun gegn Haukum í Hafnarfirði, en síðasti leikur þeirra í riðlakeppninni verður á laugardaginn gegn Njarðvík í Stykkishólmi. Þá leika Skallagrímsmenn gegn KFÍ á Ísafirði á föstudaginn og loks gegn Stjörnunni heima í Borgarnesi á sunnudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is