Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2013 09:01

Fjögur skemmtiferðaskip komu ekki af ýmsum ástæðum

Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins MS. Fram kom til hafnar í Grundarfirði síðastliðinn þriðjudag og var það í annað skipti sem skipið lagði að bryggju í Grundarfirði á þessu ári. Skipum fækkaði mikið fyrir síðasta sumar eða úr 18 í 10 og meðal ástæðna fyrir því voru að Grundarfjörður þótti liggja of nálægt Reykjavík, aðstæður á Snæfellsnesi væru ekki nógu góðar og þá aðallega klósettaðstæður og að ferðaskrifstofur hafi þurft að koma leiðsögumönnum og rútum á Snæfellsnes með miklum kostnaði. Af þeim tíu skipum sem áttu að koma í sumar komu þó aðeins sex. „Koma fjögurra skipa var afboðuð í sumar. Tvö voru afboðuð vegna veðurs, eitt vegna gjaldþrots og eitt var afboðað vegna eldsvoða sem kom upp þegar skipið var í slipp,“ segir Shelag Smith markaðsfulltrúi Grundarfjarðarhafnar í samtali við Skessuhorn.

Komum skemmtiferðaskipa mun fjölga þó skipunum sem boðað hafa komu sínu fjölgi ekki en alls munu níu skemmtiferðaskip vera bókuð til Grundarfjarðar í 16 komum næsta sumar. Fyrsta skipið kemur 25. maí og verður það MS. Fram sem mun fimm sinnum eiga viðkomu í Grundarfirði. Eitt skip sem ekki hefur áður siglt til Grundarfjarðar sem ber nafnið L´Austral mun koma fjórum sinnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is