Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2013 09:01

Unnið að framtíðarsýn fyrir Kaupfélag Borgfirðinga

Starfshópur sem hefur það hlutverk að móta framtíðarsýn fyrir Kaupfélag Borgfirðinga til næstu 10 til 15 ára tók til starfa í ágúst. KB er eitt elsta fyrirtæki á Vesturlandi, og sennilega með þeim elstu á landinu öllu, en það var stofnað árið 1904. Á næsta ári fagnar því félagið 110 ára afmæli og að því tilefni samþykkti aðalfundur KB sem fór fram fyrr á árinu að fela stjórn félagsins að skipa starfshópinn til að móta stefnu næstu ára. Í sumar skipaði stjórnin í starfshópinn en í honum sitja Ásdís Helga Bjarnadóttir Hvanneyri, Einar Þ. Eyjólfsson Borgarnesi, Heiðar Lind Hansson Borgarnesi og Guðrún Sigurjónsdóttir Glitstöðum, stjórnarformaður KB, en hún gegnir jafnfram formennsku í hópnum. Að sögn Guðsteins Einarssonar kaupfélagsstjóra er hlutverk hópsins samkvæmt samþykkt aðalfundar „að móta framtíðarsýn KB til næstu 10 til 15 ára og leggja tillögur eða drög að framtíðarsýn KB fyrir næsta aðalfund,“ eins og segir í samþykktinni. „Markmiðið með vinnu hópsins er að marka áherslur í starfi félagsins. Þar má nefna hverning hægt sé að ná fram auknum ávinningi félagsmanna, áherslum á samfélagið og samfélagslega ábyrgð, markmið í rekstri og markmið í efnahagslegri stöðu til skemmri og lengri tíma. Segja má að öll starfsemi félagsins sé undir og til skoðunar,“ segir Guðsteinn.

 

 

Hann segir að gert sé ráð fyrir að halda fundi með félagskjörnum deildarstjórum vegna stefnumótunarinnar en einnig opinn fund með yngra fólki til þess að ná fram viðhorfum þess til vinnunnar og væntingar þeirra til félagsins. „Samvinnufélög eiga fullan rétt á sér. Þegar horft er til heimsins alls þá er mikil sigling á samvinnumönnum og það er litið á þetta rekstrarform sem valkost við annað form. Við skulum hafa það hugfast að það eru fleiri félagsmenn og jafnframt eigendur í samvinnufélögum um víða veröld heldur en hluthafar í hlutafélögum. Raunveruleikin er sá að þetta er mjög algengt rekstrarform en t.d. má benda á búsetusamvinnufélög sem væntanlega gætu verið mun öflugri til að leysa húsnæðisvanda leigjenda á Íslandi,“ bætir Guðsteinn við.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is