Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2013 04:14

Ný Oddsstaðarétt vígð í morgun

Ný Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal var vígð í morgun við upphaf réttarhalds sem fram fór í mikilli haustblíðu. Það var Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar sem fékk það hlutverk að klippa á borðann en áður en hann hófst handa fékk hann til liðs við sig Ragnar Olgeirsson, fyrrverandi bónda á Oddsstöðum, til að aðstoða sig við verkið. Nýja réttinn leysir af hólmi gömlu réttina sem rifin var í burtu vegna framkvæmdanna en hún var komin vel til ára sinna enda búin að þjóna fjárbændum á svæðinu síðan 1955.

 

Það er Borgarbyggð og Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar sem standa í sameiningu að byggingu réttarinnar. Borgarbyggð sá um kostnað vegna byggingu innri og ytri hrings réttarinnar sem byggð var með steyptum einingum frá Loftorku í Borgarnesi.  Fjallskilanefnd sá síðan um aðrar framkvæmdir á borð við niðurrif, jarðvinnu og gerð dilkveggja og hliða. Jarðvinnu annaðist Baldur Árni Björnsson í Múlakoti, dilkveggi sá Þorsteinn Magnússon á Gilsbakka um að gera og þá bjó Árni Ingvarsson á Skarði í Búhögum ehf. til hlið réttarinnar. Loks gaf Kvenfélag Lunddæla tvær flaggstangir sem standa við brautarenda inn í almenning á ytri hring réttarinnar.

 

Að vígsluathöfn lokinni voru sungin þrjú þekkt þjóðlög við forsöng Snorra Hjálmarssonar á Syðstu-Fossum og Gunnars Arnar Guðmundssonar dýralæknis á Hvanneyri og tóku viðstaddir vel undir. Að söng loknum hófst réttarhald og mátti glöggt sjá að nýja réttinn reyndist þjóna hlutverki sínu með prýði.

 

Sjá nánar umfjöllun og myndir frá réttardeginum í næsta Skessuhorni.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is