Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2013 04:46

Fjölbrautaskóli Vesturlands hlýtur Gulleplið 2013

Gulleplið er sérstök viðurkenning til þess framhaldsskóla sem skarað hefur framúr í heilsueflingu á hverju skólaári. Fyrsti skólinn til að vinna til þessa viðurkenningar var Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og í fyrra vann Verzlunarskóli Íslands. Alls bárust fimm umsóknir um Gulleplið í ár og var niðurstaða dómnefndar á vegum Embættis landlæknis að Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi yrði fyrir valinu. Í tilkynningu frá Embætti landlæknis kemur fram að samkeppnin hafi verið mikil og greinilega margt aðdáunarvert og athyglisvert að gerast í þágu hollustu og heilsueflingar í framhaldsskólum landsins. „Um leið og Fjölbrautaskóla Vesturlands er óskað hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu er öðrum þátttakendum í Heilsueflandi framhaldsskóla verkefninu þakkað kærlega fyrir sitt framlag,“ segir í tilkynningu frá embættinu.

Verðlaunaafhendingin mun fara fram mánudaginn 23. september kl. 9.45 í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þá mun Geir Gunnlaugsson landlæknir kynna Gulleplið og verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra afhenda verðlaunagripinn sjálfan ásamt peningaverðlaunum frá ráðuneytinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is