Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2013 10:40

Óttast lyktarmengun frá fiskimjölsverksmiðjunni

Allvel var mætt á opinn kynningarfund um tillögu að starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi, sem haldinn var í bæjarþingsalnum við Stillholt á Akranesi sl. miðvikudag. Núverandi starfsleyfi fyrir verksmiðjuna rennur út í haust um svipað leyti sem áformað er að taka í notkun nýja rekstrareiningu við fiskimjölsverksmiðjuna. Þar verður aðallega unninn afskurður og bein frá fiskvinnslu HB Granda í Reykjavík. Afkastagesta þessara nýju verksmiðjueiningar verður 50-55 tonn hráefnis á sólarhring. Fiskbein og afskurður frá bolfisksvinnslu var á árum áður bræddur í mjölverksmiðjunni á Akranesi, en það hefur ekki verið gert í alllangan tíma eftir að farið var að þurrka bein og hausa frá þorskvinnslunni á Akranesi í Laugafiski. Bein og afskurður frá vinnslu HB Granda í Reykjavík hafa síðustu árin verið flutt til vinnslu í Sandgerði í dýrafóður, en fyrirtækið hyggur nú á að gera meiri verðmæti úr hráefninu með því að nýta húsakost sem til staðar er á Akranesi.

 

 

 

Meðferð hráefnis hafi breyst

Guðmundur Hannesson verksmiðjustjóri í fiskimjölverksmiðjunni á Akranesi segir að leyfi fyrir bræðslu á beinum og afskurði frá bolfisksvinnslu hafi verið í því starfsleyfi sem nú er að renna út. Umhverfisstofnun hafi talið, þegar vélarnar í nýju rekstrareiningarnar voru pantaðar frá Danmörku, að ekkert væri því til fyrirstöðu að starfsleyfið yrði endurnýjað. Guðmundur segir að það virðist sem nýja rekstrareiningin hafi hreyft við fólki með að koma kvörtunum á framfæri varðandi yfirvofandi lyktarmengun. Fram kom í máli nokkurra fyrirspyrjenda á fundinum sl. miðvikudag að þeir óttist lyktarmengun frá verksmiðjunni. Hættan væri sú að þarna yrði unnið skemmt hráefni sem gæfi frá sér ólykt. Guðmundur verksmiðjustjóri segir að í máli fyrirspyrjenda hafi greinilega komið fram að þeir óttuðust að ástand þessa hráefnis í dag væri í líkindum við það sem það var gjarnan á árum áður, þegar það var sett í hauga ókælt þar sem það skemmdist og olli mikilli lyktarmengun. Guðmundur segir að í dag sé meðferð þessa hráefnis allt önnur en hún var. Hann segir að núna sé þetta hráefni kælt strax og því komið í lokað geymslukerfi þar sem það skemmist ekki. Hráefni frá Reykjavík verði ekið til Akraness á tankbílum og þar fari það inn í lokað vinnslukerfi í bræðslunni. Gufan frá bræðslunni fari svo í afloftunar- og hreinsikerfi mjölverksmiðjunnar.

 

Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna um starfsleyfið er til og með mánudagsins 23. september nk. Tillöguna ásamt umsókn er hægt að fá á bæjarskrifstofum Akraneskaupstaðar og sömuleiðis hjá Umhverfisstofnun og á vef stofnunarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is