Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2013 03:01

Kynna verkefnið Hittu heimamanninn í Dölum

Kynningarfundur um verkefnið Hittu heimamanninn var haldinn í Dölum 10. september síðastliðinn, en verkefnið fékk öndvegisstyrk upp á sjö milljónir króna frá Vaxtarsamningi Vesturlands í júní á þessu ári. Hittu heimamanninn snýr að því að byggja upp persónulega ferðaþjónustu í Dölum utan háannatíma til langs tíma með því að virkja heimamenn til starfa í ferðaþjónustu og tengja það við störf og líf fólksins í Dölum. Ferðaþjónusturnar Þurranes, Erpsstaðir og Þaulsetur halda utan um verkefnið. „Okkur langar að efla þá sem þegar eru með eitthvað í boði og reyna að fá nýja til að koma inn. Öll ferðaþjónustan helst í hendur og ef við fáum fleiri til starfa þá styrkir það aðra aðila í ferðaþjónustu eins og til dæmis matsölustaði,“ segir Halla Sigríður Steinólfsdóttir í Ytri-Fagradal sem er í hópi forvígismanna í verkefninu.

 

 

Halla segir mætingu á fundinn hafa verið góða en auk fundarins voru kynningarbæklingar sendir út. „Við fengum góðan slatta af Dalamönnum á kynningarfundinn sem er hið besta mál. Einnig komu tveir aðilar frá Vaxtarsamningnum og það var ágætt fyrir heimamenn að fá utanaðkomandi til að ræða þessar mörgu góðu hugmyndir,“ segir Halla. Kynningarfundurinn var samhliða óvissuferð þar sem verkefnið var kynnt og umræður fóru fram. „Við fórum á Seljanes í Reykhólasveit. Þar hafa húsráðendur gaman af að taka á móti fólki og eru gott dæmi um ferðaþjónustubændur,“ segir Halla.

 

Óvenjuleg ferðaþjónusta

Hún segir það skipta máli að aðilar sem taki á móti ferðafólki hafi gaman af því. „Við gerum mikið út á að þetta sé skemmtilegt og að þeir sem standi í því að taka á móti ferðamönnum hafi gaman af. Þá smitar það út frá sér og ferðamaðurinn hefur líka gaman. Sumir ferðamenn vilja jafnvel ræða við heimamenn og fara út fyrir hina hefðbundnu ferðaþjónustu. Kannski er einhver ferðamaður svo langt leiddur að hann vill forvitnast um hvað Dalamenn séu að gera í sínu daglega lífi. Kannski vill hann komast í fjárhús eða upplifa eitthvað annað óvenjulegt. Jafnvel er hægt að ræða við ferðamenn um það að skjóta ref eða að gera upp gamla bíla og vélar,“ nefnir Halla sem dæmi.

 

Halla í Fagradal segir þá sem að verkefninu koma vera afar þakkláta fyrir styrkveitinguna. „Styrkurinn mun fara í fræðslu, markaðsrannsóknir, gæðastýringu og annað það sem eflir ferðaþjónustu utan háannatíma. Erum kannski ekki að finna upp hjólið, en styrkurinn gerir okkur kleift að sinna betur grunnþáttunum en ella,“ segir hún að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is