Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2013 03:15

Meðlagsgreiðendur boða til greiðsluverkfalls í desember

Stjórn Samtaka meðlagsgreiðenda hefur samþykkt að boða til greiðsluhlés meðlaga í desembermánuði. Í dag eru greidd meðlög með 20.000 börnum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga í hverjum mánuði og má ætla að heildargreiðslurnar nemi um hálfum milljarði í skilvísum mánuði. Þetta fjárflæði ætla Samtök meðlagsgreiðenda að stöðva tímabundið. Samtökin óskuðu eftir samstarfi Sambands íslenskra sveitafélaga við að koma á siðbótum í viðskiptum stofnana sveitafélaganna við meðlagsgreiðendur. Boði samtakanna var hafnað samhljóða á stjórnarfundi SÍS. „Vandi meðlagsgreiðenda er margþættur en snertir þó stofnanir sveitafélaganna með sérstökum hætti. Innheimtustofnun sveitafélgaanna viðhefur engin opinber viðmið sem hún styður við ákvörðun um greiðslu- og skuldaívilnanir til handa meðlagsgreiðendum og tekur ekki tillit til uppeldiskostnaðar skilnaðarbarna, né heldur til kostnaðar við að ala upp börn í nýjum fjölskyldum. Þá synjar félagsþjónusta sveitafélaganna beiðni meðlagsgreiðenda um fjárhagsaðstoð á þeim grundvelli að þeir séu barnslausir einstaklingar sem geta sýnt fram á heildartekjur,“ segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka meðlagsgreiðenda.

 

„Við vitum um raunverulegt dæmi þar sem einstæður fráskilinn faðir fimm barna með 175 þúsund í útborguð laun, þarf að greiða þrjú meðlög samkvæmt samningi við Innheimtustofnun. Þá hefur hann um 100.000 krónur í ráðstöfunartekjur til að kosta nauðsynjar og uppeldi barna sinna. Þegar hann leitar á náðir félagsþjónustunnar fær hann synjun á beiðnum sínum vegna þess að hann er færður til bókar sem barnslaus einstaklingur sem getur sýnt fram á heildartekjur. Samtökin hvetja því meðlagsgreiðendur til sjávar og sveita að draga greiðslur meðlaga í desembermánuði og leggja þess í stað peninginn fyrir og greiða svo skuldina að loknu greiðsluhléi. Hins vegar ber að geta þess að samtökin áskilja sér rétt að lengja greiðsluhléið ef nauðsyn krefur. Mikilvægt er hér að árétta að eingöngu er átt við greiðslur til Innheimtustofnunar en ekki meðlagsgreiðslur sem greiddar eru án aðkomu stofnunarinnar. Auk þess hvetjum við meðlagsgreiðendur til að létta undir með lögheimilisforeldrum með að bjóða þeim aukna umgengni við börn sín.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is