Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2013 12:53

Kennurum ekki skylt að veita ókeypis aukatíma

Á ritstjórn Skessuhorns berast ýmis erindi og fyrirspurnir varðandi ólík mál. Foreldri barns í tíunda bekk grunnskóla hafði í síðustu viku samband vegna þess að því fannst ekki ljóst hvort heimilt væri hjá kennara að taka gjald fyrir aukakennslu nemendahópa til undirbúnings fyrir samræmd próf. Viðkomandi hélt því fram að sumir tækju fyrir kennsluna og aðrir ekki. Þetta skapaði misræmi milli nemenda, einkum væri þetta bagalegt fyrir þá nemendur sem standa höllum fæti námslega og þurfa viðbótarkennslu fyrir samræmd próf.  Kennarar eru í fullum rétti með að taka gjald fyrir aukatíma sem falla utan almennrar kennsluskyldu. Skessuhorn kannaði málið í nokkrum skólum á Vesturlandi og í ljós kom að það er ekki í kjarasamningum kennara að þeir eigi endurgjaldslaust að taka að sér aukakennslu til undirbúnings fyrir samræmdu prófin eða önnur próf. Þó er dæmi um að kennarar geri slíkt. Kennurum er engu að síður ekki skylt að taka nemendur sína í aukatíma. Mismunandi er eftir skólum hversu mikinn undirbúning bekkjardeildir fá fyrir samræmdu prófin umfram það sem skylt er samkvæmt námsskrá. Svo virðist sem útfærslur séu mismunandi í skólunum til að undirbúningur nemenda fyrir samræmdu prófin verði sem bestur, en í flestum tilfellum virðist sem kennslumagn skólans sé þar nýtt til fullnustu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is