Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2013 03:08

Borgnesingar úr leik í Lengjubikarnum

Lið Skallagríms varð að sætta sig við þriðja sæti C-riðils í Lengjubikar karla í körfubolta eftir lokaumferð keppninnar sem fram fór um helgina. Borgnesingar léku tvo leiki, fyrst á Ísafirði á föstudaginn gegn KFÍ og á síðan í gær á heimavelli gegn Stjörnunni. Leikurinn á Ísafirði einkenndist af miklum varnarleik en það voru Ísfirðingar sem voru meira og minna með yfirhöndina. Forysta þeirra var þó ekki mikil mestan part leiksins og voru Skallagrímsmenn ekki langt undan. Heimamenn höfðu þó sigur að endingu, 72:65. Stigaskor skiptist heldur jafnt á milli leikmanna Skallagríms. Stigahæstir voru Grétar Ingi Erlendsson og Orri Jónsson með 15 stig hvor. Næstir á eftir komu Davíð Ásgeirsson með 9, Davíð Guðmundsson 8, Egill Egilsson 7, sem einnig tók 14 fráköst, Trausti Eiríksson 5 og loks þeir Sigursteinn Orri Hálfdánarson og Sigurður Þórarinsson með 3 hvor.

Síðari leikurinn gegn Garðbæingum var heldur sókndjarfari og sveiflukenndari þar af leiðandi. Borgnesingar byrjuðu leikinn afleitlega og voru komnir 1:22 undir þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 12:32 fyrir gestina. Heimamenn réðu aftur á móti lögum og lofum í öðrum leikhluta með þeim afleiðingum að þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan orðin 42:44 fyrir Stjörnuna. Gestirnir voru þó betri aðilinn í seinni hálfleik, komu forskoti sínu aftur í tveggja stafa tölu og héldu Skallagrímsmönnum í skefjum. Baráttuandi heimamanna var þó ekki fyrir bí, því liðið náði að minnka muninn áður en yfir lauk í tólf stig. Lokatölur 92:80.

 

Skallagrímsmenn hafa þar með lokið keppni í Lengjubikarnum. Næsti leikur þeirra er upphafsleikur Dominos deildarinnar sem fram fer gegn ÍR á útivelli 10. október næst komandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is