Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2013 08:01

Samfélagið yrði stórum fátækara án Háskólans á Bifröst

Ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um Háskólann á Bifröst í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudaginn hafa vakið töluverða athygli og viðbrögð en þar sagði Kári að loka ætti skólanum sem leggi ekkert til íslensks samfélags. Tilefni ummælanna var umræða um hagræðingu í ríkisrekstri sem hann tók þátt í ásamt Stefáni Jóni Hafstein fyrrverandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og Unni Brá Konráðsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem einnig situr í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Orðrétt sagði Kári í þættinum: „Það er spennandi að sjá hvort hæstvirtur menntamálaráðherra hafi kjark í sér til að leggja til að það verði sameinaðir skólar í íslensku skólakerfi. Hvort hann hafi kjark í sér til að sameina Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands, hvort hann hafi kjark í sér til að til þess að loka dýrum stofnunum eins og Hólaskóla, Hvanneyrardeild við Háskóla Íslands, loka Bifröst sem leggur ekkert til íslensks samfélags, eða hafi kjark í sér til að ná utan um rekstur Háskólans á Akureyri þannig að hann sjái að mestu leyti um verkmenntun.“ Tekið skal fram að Landbúnaðarháskóli Íslands er sjálfstæður skóli með höfuðstöðvar á Hvanneyri í Borgarfirði, en ekki deild innan Háskóla Íslands eins og Kári sagði.

 

 

 

Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst sagðist í samtali við Skessuhorn taka orðum Kára um skólann eins og hverju öðru gríni frá honum. „Ég held að Kári ætlist ekki til þess að menn taki þetta alvarlega. Þetta er alla vega ekki málefnalegt innlegg í umræðu um menntamál á Íslandi. Það var athyglisvert að hlusta á hann í viðtalinu og ljóst að hann álítur að ekki megi anda á heilbrigðisþjónustuna. Á meðan allt sé ómögulegt þar er allt hægt í menntakerfinu,“ segir Vilhjálmur sem telur að ekki eigi að taka málflutning Kára allt of alvarlega. „Ég held hins vegar að það hefði gengið betur hjá Kára í rekstrinum á undanförnum árum ef það hefðu verið nóg af Bifrestingum að vinna fyrir hann,“ bætti Vilhjálmur við sem segir skólann alltaf hafa átt mikilvægt erindi í íslensku samfélagi, Bifrestingum hafi almennt gengið mjög vel á vinnumarkaðnum og skólinn þannig lagt mikið af mörkum. „Íslenskt samfélag yrði stórum fátækara án Háskólans á Bifröst.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is