Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2013 09:41

Stofnaði innflutningsfyrirtæki um lífrænar matvörur

Matvæli sem vottuð eru lífænt ræktuð eru sífellt að verða aðgengilegri neytendum sem kjósa að „gerast grænir“ eins og það er kallað. Karen Jónsdóttir á Akranesi rekur fyrirtækið Kaja Organic undir slagorðunum, „lífrænt fyrir alla“ og sérhæfir sig í innflutningi á lífrænt vottuðum matvælum. Stofnaði Karen fyrirtækið í apríl á þessu ári og sér hún um alla starfsemi fyrirtækisins. „Þetta er í raun lítil heildsala þar sem seldar eru stórar pakkningar af lífrænum matvælum eins og hveiti, hrísgrjón, fræ og hnetur ásamt olíum og niðursuðuvörum til þeirra sem þurfa mikið magn í einu,“ segir Karen aðspurð um starfsemina. Í dag selur Kaja organic vörur einkum til mötuneyta í skólum og leikskólum en einnig til framleiðenda sem nota einungis lífrænt hráefni. Má þar t.d. nefna Sólheima í Grímsnesi sem framleiða lífrænar matvörur eins og chutney, salsa, marmelaði og fleira úr vörum frá Kaja Organic.

 

 

 

 

Lífrænt dýrara en betra

Umræðan um lífræn matvæli er ofarlega á baugi í samfélaginu. Karen telur að það sé mikilvægt að fræða fólk um mikilvægi „hreinna“ matvæla. „Þróun matvæla í heiminum er bara þannig að við erum stöðugt að fjarlægjast náttúruna til að svara kröfum neytenda um lægra vöruverð. Það er rétt að lífrænar matvörur eru dýrari en neytendur verða líka að spyrja sig, í hvað viltu eyða peningunum? Vitlu fá matvöru sem hefur verið ræktuð við náttúrulegar aðstæður eða matvöru sem sprautað hefur verið á skordýraeitri, gefin vaxtarhormón og er jafnvel erfðabreytt? Neytendur verða líka að spyrja sig hvernig heilsu viltu hafa á þínum efri árum og hvaða áhættu ertu tilbúin að taka? Ég er allavega alveg sannfærð um að lífrænar vörur eru í alla staði mun betri fyrir fólk en þær sem hafa ekki verið framleiddar á lífrænan máta. Það eru því ánægjuleg tíðindi þegar stofnanir eins og leikskólinn Akrasel og Teigasel á Akranesi og Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit hafa ákveðið að fikra sig inn á línu lífrænna matvæla,“ segir Karen.

 

Vottaðar vörur og súkkulaði

Til að matvæli geti flokkast lífræn og seld sem slík þurfa þau að hafa fengið ákveðna viðurkenningu sem vottar lífrænt framleiðsluferli þeirra. „Allt sem ég sel er vottað af viðurkenndum stofnunum og koma þær vörur sem ég er að flytja inn frá Frakklandi, Hollandi, Þýskalandi og Ítalíu,“ segir Karen og bætir við: „Það er aðeins einn vöruflokkur sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér sem ég sel til verslana. Það er lífrænt súkkulaði sem kemur frá Frakklandi og inniheldur engin óþarfa aukaefni eins og til dæmis soja-lesitín bindiefni sem gjarnan er notað í vörum eins og súkkulaði. Súkkulaðið er komið á 17 sölustaði og hefur salan gengið vel hingað til,“ segir Karen.

 

Draumurinn að fjölga starfsfólki

Kaja Organic er ekki fyrirferðar mikið fyrirtæki enda hefur Karen ákveðið að halda kostnaði af rekstrinum niðri til að varan verði sem ódýrust. „Það er engin yfirbygging. Eins og er, er ég eini starfsmaður fyrirtækisins. Ég er með vörulager og er það eini hluti fyrirtækisins sem ekki er hægt að hýsa á skrifstofunni sem er í raun eldhúsið heima hjá mér,“ segir Karen sem ætlar að halda áfram að vinna á sviði lífrænna matvæla í framtíðinni. Hún bætir við að lokum: „Fyrirtækið er enn frekar ungt og það tekur tíma að koma sér fyrir á markaði. Ég vonast til að stækka við mig í framtíðinni og geta með því skapað ný störf,“ segir hún að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is