Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2013 11:28

Ráðherra hyggst afturkalla lög um náttúruvernd

Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að afturkalla lög um náttúruvernd nr. 60/2013 sem voru samþykkt á Alþingi rétt fyrir þinglok í vor. Ákvörðun sína byggir ráðherra meðal annars á að lögin hafi frá upphafi verið og séu umdeild og að framkvæmd þeirra muni kosta ríkissjóð of mikið. „Ráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp á Alþingi þegar þing kemur saman í haust með tillögu um að fella úr gildi hin nýju náttúruverndarlög, sem annars tækju gildi 1. apríl 2014. Verði það frumvarp samþykkt á Alþingi verður í raun engin breyting heldur munu núgildandi náttúruverndarlög nr. 44/1999 halda áfram gildi sínu. Hyggst ráðherra jafnframt fela umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að hefja endurskoðun á náttúruverndarlögunum með það að markmiði að styrkja stöðu náttúruverndar og ná um þau sátt,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Náttúruverndarsamtök Íslands fordæma þessa ákvörðun harðlega, eins og lesa má um hér að neðan.

 

 

 

Þá segir í yfirlýsinga frá ráðuneytinu að gert sé ráð fyrir að nýtt frumvarp til náttúruverndarlaga verði lagt fram til umfjöllunar Alþingis, þegar framangreindri vinnu er lokið. Við þá vinnu verður m.a. stuðst við þær fjöldamörgu athugasemdir sem liggja fyrir frá vinnunni við frumvarpið sl. vetur, auk þess sem haft verður samráð við hagsmunaaðila. „Ljóst er að huga þarf nánar að veigamiklum atriðum vegna vinnu við gerð nýs frumvarps til laga um náttúruvernd, eins og kom fram í umfjöllun um frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga sl. vetur. Hér er um ýmis grundvallaratriði að ræða enda afar mikilvægt að ný náttúruverndarlög feli í sér skýrar skyldur og jafnframt skýra framkvæmd, náttúruvernd til hagsbóta. Er ekki síður mikilvægt að slíkar breytingar séu unnar í sem víðtækastri sátt við haghafa og almenning,“ segir í tilkynningu ráðuneytismanna.

 

Lýsa yfir vantrausti á ráðherra

„Náttúruverndarsamtök Íslands mótmæla þessari yfirlýsingu umhverfisráðherra harðlega. Hún er til marks um fjandsamlega afstöðu hans til náttúruverndar. Hann hefur allt á hornum sér. Fyrst lýsti hann vilja sínum til að leggja niður umhverfisráðuneytið, því næst tók hann undir kröfu iðnaðarráðherra um að Norðlingaölduveita yrði byggð þvert á niðurstöður rammáætlunar og lög þar um og nú vill ráðherra rífa niður náttúruverndarlög sem voru nær fjögur ár í undirbúningi. Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir vantrausti á umhverfisráðherra. Sú stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar að hún muni „…vinna að því að Ísland verði í fararbroddi í umhverfismálum og öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði umhverfisverndar,“ hljómar nú sem öfugmæli,“ segir í yfirlýsingu sem Náttúruverndarsamtök Íslands sendu frá sér strax í kjölfar ákvörðunar ráðherra um að leggja til að ný lög um náttúruvernd verði felld út.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is