Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2013 02:51

Oddvitarnir ekkert yfir sig spenntir fyrir stórri sameiningu

Eins og fram kom í fréttum hér í morgun samþykkti bæjarstjórn Akraneskaupstaðar á fundi sínum í gærkvöldi samhljóða að óska eftir viðræðum við þrjú nágrannafélög um hugsanlega sameiningu þessara sveitarfélaga. Þetta eru sveitarfélögin Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur. Ef af sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga kæmi yrði til um 11 þúsund manna sveitarfélag. Skessuhorn leitaði eftir fyrstu viðbrögðum forsvarsmanna þessara sveitarfélaga við tillögu Skagamanna.  Ekki náðist í Davíð Pétursson á Grund, oddvita Skorradalshrepps, til að fá fyrstu viðbrögð hans við tillögu bæjarstjórnar Akraness. Aðrir voru fremur lítt hrifnir af hugmyndinni, eins og lesa má hér að neðan:

 

 

Höfum ekki leitt hugann að stórri sameiningu

„Við höfum verið í miklum sameiningum hér á þessu svæði á síðustu árum og áratugum. Borgarbyggð er samansett úr 13 gömlum sveitarfélögum og hreppum og það er sú sameining sem við höfum unnið að, búa til eina heild og það er verkefni okkar ennþá. Borgarbyggð er eitt af víðfeðmustu sveitarfélögunum í landinu með 3.500 íbúa og það hefur verið nægt verkefni til þessa að ná utanum um. Við höfum lítið verið að leiða hugann að stærri sameiningum þannig að það verður fróðlegt að heyra hvernig fólk bregst við þessari tillögu vina okkar á Akranesi,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson formaður byggðarráðs Borgarbyggðar. Bjarki var inntur eftir viðbrögðum sveitarstjórnarfólks í Borgarbyggð við tillögu bæjarstjórnar Akraness um sameiningaviðræður fjögurra nágrannasveitarfélaga á sunnanverðu Vesturlandi. Bjarki kvaðst ekkert geta sagt um það á þessu stigi hvort sveitarstjórn Borgarbyggðar væri tilbúin í slíkar viðræður, erindið væri enn ekki komið í hús og fólk hefði í raun bara frétt af þessu í gegnum fréttamiðla þannig að staðan væri sú í augnablikinu.

 

Peningahjónabönd ekki farsæl

„Ég hef ekki trú á því að íbúar hér í sveit séu hrifnir að þessari tillögu. Ég get sagt það fyrir mig að ég mun ekki samþykkja að fara í þessar viðræður, þó ég ætli ekki að svara fyrir aðra í sveitarstjórn. Við höfum nóg fyrir okkur og það var stemning fyrir sameiningunni hjá okkur fyrir sjö árum. Þetta er ungt sveitarfélag og við viljum láta það þróast áfram,“ segir Sigurður Sverrir Jónsson oddviti sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Hann sagði að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Akurnesingar sýndu áhuga á sameiningu. „Mér finnst það ekki óeðlilegt og ég myndi gera það ef ég væri Akurnesingur, en hjónabönd verða sjaldan farsæl ef stofnað er til þeirra peninganna vegna,“ sagði Sigurður Sverrir í gamansömum tón.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is