Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2013 03:18

Ísland drap tjaldið mitt!

Ein af fyrstu haustlægðunum gekk yfir með tilheyrandi roki og grenjandi rigningu í nótt. Það vakti athygli að í morgun voru tvö tjöld á tjaldstæðinu á Akranesi. Sjaldgæft er að fólk fari í útilegur þegar komið er fram á mitt haust og allra veðra er von, en ástæðan er fjölgun erlendra ferðamanna og einnig á jaðartíma. Blaðamaður Skessuhorns skrapp á tjaldstæðið og fann tvö lítil kúlutjöld sem enn stóðu þar uppi þrátt fyrir hávaðarok í nótt og mikla bleytu. Belgískur ferðamaður, sem vildi ekki láta nafn síns getið, hafði leitað skjóls í þvottahúsaðstöðu við tjaldstæðið með bakpokann sinn en svefnpokinn lá þá úti á bekk til þerris. Ferðamaðurinn tjáði blaðamanni að hann væri í heimsókn á Íslandi og hefði ákveðið að fara í tjaldútilegu þrátt fyrir viðvaranir íslenskra vina sinna. „Ég var of þrjóskur, ég hlustaði ekki á þá,“ sagði hann. Maðurinn vaknaði kaldur og blautur í ónýtu tjaldinu seint í nótt. „Ég var þreyttur í gær og sofnaði strax, en þá var gott veður. Ég vaknaði svo í nótt þegar tjaldið byrjaði að hristast í vindinum en sofnaði á endanum aftur. Þegar ég vaknaði í morgun lá ég blautur í polli með tjaldið ofan á mér, það hafði brotnað í vindinum.“ Ferðamaðurinn hafði hent tjaldinu í ruslið þegar blaðamann bar að garði og var að bíða eftir því að komast til Reykjavíkur í húsaskjól heima hjá vini sínum. „Ég er búinn að ferðast víða, þetta var rosalega vandað og gott tjald. Það var svolítið gamalt en hafði virkað vel hingað til. Ísland drap tjaldið mitt,“ sagði hann að lokum og hló. Eigendur hinna tjaldanna tveggja voru hvergi sjáanlegir.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is