Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2013 02:01

Hafnarskúrarnir eru lífæðar sjávarplássanna

Í sjávarplássum gegna hafnarskúrar mikilvægu hlutverki, ekki einvörðungu til að skrá afla og aðstoða skipsstjórnendur, heldur eru þeir mikilvægar upplýsingamiðstöðvar. Í skúrana koma saman hópar fólks og ræða hin ýmsu málefni yfir rjúkandi kaffibollum. Skessuhorn ræddi við hafnarverði á Snæfellsnesi um stemninguna sem myndast getur í hafnarskúrunum og ýmislegt fleira. Fram kemur að allur gangur er á hvað rætt er um og hverjir koma við á þessum menningarstöðum, en mest eru þetta sjómenn, bæði núverandi og fyrrum.

Í Snæfellsbæ eru þrjár hafnir; í Ólafsvík, Rifi og á Arnarstapa. Í Ólafsvík hefur kaffið færst frá voginni yfir í söluskála N1. „Þetta atvikaðist þannig í Ólafsvík að í hafnarskúrinn fluttist hafnarskrifstofan og starfsemi frá Hafró og fleira. Þá tapaðist það svæði sem menn notuðu til að koma saman yfir bolla og ræða málin. Nú er það pláss ekki til í Ólafsvík, því miður,“ segir Jón Guðmundsson hafnarvörður í Ólafsvík. Á Arnarstapa er mikil stemning í hafnarskúrnum á sumrin enda er miklum fjölda báta róið þaðan á strandveiðum og á sumarvertíðum, allt upp í 60 báta sem vart komast fyrir í höfninni.

 

Sjá nánar í umfjöllun um lífið í hafnarskúrunum á Snæfellsnesi í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is