Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2013 10:01

Ánægja með námsstefnu í stærðfræði

Um síðustu helgi stóð Flötur, félag stærðfræðikennara, fyrir árlegri námsstefnu um stærðfræði og fór hún fram á Hótel Borgarnesi. Þar komu saman kennarar af grunn- og framhaldsskólastigi í landinu til að kynna sér ýmsar nýjungar og hugmyndir um kennslu í stærðfræði. Þar sem kennarar í Grunnskólanum í Borgarnesi hafa verið að skoða leiðir að undanförnu til að auka áhuga og færni nemenda sinni í stærðfræði notuðu fimm þeirra tækifærið og mættu á námsstefnuna. Þetta voru þær Sóley Sigurþórsdóttir, Arna Einarsdóttir, Hólmfríður Ólafsdóttir, Hólmfríður Sigrún Gylfadóttir og Margrét Skúladóttir.

Meðal fyrirlesara var Steve Watson, háskólakennari frá Nottingham í Bretlandi, sem fjallaði um verkefnamiðað nám í stærðfræði. Fram kom í erindi hans að rannsóknir benda til þess að með því að skoða, rannsaka og setja fram reglu ná nemendur mun meiri færni og þekkingu í stærðfræði. Hlutverk kennara færist frá því að vera í sviðljósinu í kennslustundinni í það að vera leiðbeinendur sem leiða nemendur áfram með opnum jákvæðum spurningum. Samkvæmt aðferðinni eiga nemendur sem einstaklingar að fá fyrst að velta fyrir sér stærðfræðiverkefnum einir áður en unnið er að lausn í hópum. Mörg önnur erindi voru einnig flutt á námsstefnunni, svo sem erindi Írisar Róbertsdóttur sem hét „Út fyrir þægindarammann - Umræður og umhverfi,“ þar sem fjallað var um stærðfræði yngri nemenda og erindi Sigrúnar Lilju sem fjallaði um óhefðbundna kennsluhætti en þar sagði hún frá skemmtilegum verkefnum og tilraunum sem hún framkvæmir í stærðfræðikennslu í Menntaskólanum við Sund.

 

Þátttakendur fengu að spreyta sig á verkefnum á námsstefnunni og á myndinni sem fylgir hér má sjá eitt af þeim. Í samtali við Skessuhorn vildu kennararnir sem tóku þátt í námsstefnunni hvetja lesendur til að velta fyrir sér lausnum og spurningum sem vakna við að skoða verkefnið, sem sé allra athyglivert. „Ljóst er að svona námsstefna styrkir kennara í starfi og gefur þeim margar hugmyndir í vegarnesti í kennslu. Við kennararnir í Grunnskólanum í Borgarnesi fórum í það minnsta kátar og glaðar heim og ákveðnar í að prófa nýjar leiðir,“ sögðu kennararnir ánægðir í bragði með námsstefnuna sem þeir ætla sér að mæta aftur á að ári.

 

Myndatexti með stærðfræðidæmi: Dæmið umrædda sem kennararnir leggja fyrir lesendur. Það er á ensku, en snarað yfir á íslensku hljóðar það svo. „Samtök sem hafa eftirlit með villiköttum segja að læða geti eignast 2.000 afkomendur á 18 mánuðum. Sannreynið að talan sé raunhæf, byggt á þeim forsendum að lengd meðgöngu séu 2 mánuðir, að kettlingur geti eignast afkvæmi fjögurra mánaða gamall, að fjöldi kettlinga í goti séu á bilinu 4-6, að fjöldi gota á hverju ári geti að hámarki verðið 3 og að hámarksaldur fyrir læðu til að eignast kettlinga sé 10 ár.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is