Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2013 01:01

Fjölbreytt verkefna bíða nýrrar Þjónustumiðstöðvar UMSB

„Það eru ýmsar áskoranir sem bíða í þessu starfi enda markmið UMSB háleit í nýrri stefnu þess sem samþykkt var á sambandsþingi fyrr á árinu.“ Svo kemst Pálmi Blængsson nýráðinn framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar að orði spurður um þetta nýja embætti á vegum sambandsins, en félagið fagnaði aldarafmæli sínu í fyrra. Eins og Skessuhorn hefur greint frá þá tókust samningar milli Borgarbyggðar og UMSB á síðasta ári þess efnis að UMSB tæki við framkvæmd verkefna á sviði íþróttamála fyrir sveitarfélagið og var liður í þeirri verkaskiptingu stofnun Þjónustumiðstöðvar UMSB. Samhliða samþykkti sambandsþing UMSB nýja stefnu og framtíðarsýn sem sambandið vinnur nú að gera að veruleika. Fyrsti liðurinn í stofnun Þjónustumiðstöðvar var ráðning framkvæmdastjóra og var Pálmi ráðinn til starfa í byrjun ágúst síðastliðinn úr hópi nokkurra umsækjenda. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Pálma á skrifstofu UMSB í síðustu viku og ræddi við hann um verkefnin framundan í starfi Þjónustumiðstöðvar og sambandsins.

Í þágu aðildarfélaga

Fyrst víkur talinu að Þjónustumiðstöðinni sjálfri og segir Pálmi að hún sé nú starfandi til bráðabirgða í húsnæði UMSB að Borgarbraut 61 í Borgarnesi. „Stjórn UMSB stefnir að því að selja húsnæði sitt hér á Borgarbraut enda hefur Borgarbyggð skuldbundið sig til að leggja sambandinu til aðstöðu fyrir Þjónustumiðstöðina. Hugur manna stendur til að hún verði í námunda við íþróttasvæðið í Borgarnesi en ákvörðun mun vonandi liggja fyrir í vetur. Markmiðið er síðan að söluandvirðið af sölu húsnæðisins að Borgarbraut renni að miklu leyti til afreksmannasjóðs UMSB,“ segir Pálmi en eitt af starfsmarkmiðum sambandsins er að efla þann sjóð til muna.

 

Sjá nánar í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is