Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2013 01:01

Áform um mikla metangasframleiðslu í Hvalfjarðarsveit

Forsvarsmenn fyrirtækisins Metanorka hafa síðustu tvö árin kannað möguleika á uppsetningu metanorkuvers í Hvalfjarðarsveit. Það fyrirtæki er meðal frumerja í metanvinnslu í landinu, en um næstu áramót verður metan framleitt bæði í Reykjavík og á Akureyri. Í síðustu viku funduðu forsvarsmenn Metanorku með sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þar sem þeir kynntu áform sín. Dofri Hermannsson framkvæmdastjóri Metanorku segir að áætlanir geri ráð fyrir að verið rísi á næsta ári og framleiðsla hefjist í lok árs. Gert er ráð fyrir að ársframleiðsla metans yrði um það bil helmingur af metanframleiðslu í landinu á síðasta ári, eða sem nemur eldsneytisnotkun 500-800 bifreiða. Hliðarafurð yrði framleiðsla á lífrænum áburði. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur í Borgarnesi var fenginn til að gera skýrslu um líkleg umhverfis- og efnahagsleg áhrif framleiðslunnar. Hann hefur reiknað út að gjaldeyrissparnaður með vinnslu þess hráefnis sem unnin yrðu í metanorkuverinu yrðu 140-170 milljónir króna á ári, þar af tæpar 90 milljónir vegna minni innflutnings á eldsneyti, en afgangurinn vegna minni áburðar- eða kornkaupa.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is