Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2013 07:01

Verðmæti aukaafurða af fiski að nálgast fimm milljarða á ári

Út er komið ritið Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2012 í Hagtíðindum sem Hagstofan gefur út. Þar kemur m.a. fram að árið 2012 var afli íslenskra skipa tæp 1.449 þúsund tonn sem er 300 þúsund tonnum meiri afli en árið 2011. Aflaverðmæti árið 2012 nam rúmum 159 milljörðum króna á verðlagi ársins og hækkaði um tæplega 5,5 milljarða króna frá 2011 (3,5%). Á föstu verðlagi miðað við verðvísitölu sjávarafurða var aflaverðmæti 3,4% lægra en árið á undan. Stærsti hluti afla íslenskra fiskiskipa var unninn á Austurlandi, mest uppsjávarafli sem verkaður var þar. Stærsti hluti botnfisksaflans var unninn á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum (48,9%). Hlutur uppsjávarafla var um 68,4% af aflamagninu en 29,4% af verðmæti landaðs afla. Verðmæti botnfiskstegunda var hins vegar tæp 60,6% af heildarverðmæti en að magni aðeins 28,6%. Verðmæti aukaafurða sem féllu til við vinnslu fiskaflans nam 4,5 milljörðum króna á árinu 2012 og jókst um 21,8% frá árinu áður. Verðmæti aukaafurða telst þó ekki ennþá inni í heildaraflaverðmæti.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is