Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2004 09:56

Aldarafmæli Hjarðarholtskirkju

Á fyrsta sunnudegi í aðventu fyrir 100 árum síðan var Hjarðaholtskirkja í Dölum vígð og í tilefni hundrað ára vígsluafmælisins var haldin Guðsþjónusta í gær, sunnudaginn 28. nóvember. Markar hún upphaf afmælishalds vegna aldarafmælisins. Mjög góð mæting var í kirkjuna og tók söfnuðurinn fullan þátt, nýr kór Hjarðarholtsprestakalls söng undir stjórn Haraldar Bragasonar organista og nemendur Tónlistarskólans í Dalasýslu voru með tónlistaratriði og fermingarbörn lásu. Séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti prédikaði og Óskar Ingi Ingason sóknarprestur í Hjarðarholtsprestakalli sá um messuna. Að lokinni messu var boðið til kaffisamsætis í Dalabúð þar sem fleiri tónlistaratriði voru flutt auk ræðuhalda. [Sjá myndir í næsta Skessuhorni]

Samkvæmt Laxdælu bjó Ólafur Pá í Hjarðarholti og sonur hans, Kjartan, fæddist þar. Hjarðarholt er fyrrum prestssetur. Þar sat prestur fram á 20. öldina en situr nú í Búðardal. Á staðnum hefur verið kirkja frá því snemma eftir kristnitöku og er hún helguð Jóhannesi skírara. Hjarðarholtskirkja hefur mikið byggingasögulegt gildi. Hún er teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni, fyrsta íslenska arkitektinum og síðar húsameistara ríkisins og var hún fyrsta verkefni hans. Hún er krosskirkja úr járnvörðu timbri með háan ferhyrndan turn og er fyrst en jafnframt minnst hinna þriggja krosskirkna er Rögnvaldur teiknaði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is