Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. október. 2013 06:15

Makríllinn flæmir kríuna af hreiðrum undir Jökli

Jóhann Gunnar Kristinnsson trillukarl hefur búið alla tíð á Hellissandi og Rifi. Hann er skiptstjóri og útgerðarmaður á línutrillunni Særifi SH sem varð aflahæsti smábáturinn frá Vesturlandi á makrílveiðunum í sumar. Jóhann telur að makríllinn sé búbót fyrir sjómenn en mikill vágestur fyrir vistkerfið.

Það sem áður var eitt stærsta kríuvarp í heimi, hefur nú hrunið hvert sumar á síðustu árum. Ísland er einni náttúrperlunni fátækara. Jóhann kennir makrílnum um.

 

Eins og svo margir sjómenn fylgist hann grannt með lífríkinu. Það er enda einkenni góðra fiskimanna að hafa tilfinningu fyrir sveiflum náttúrunnar og kunna að lesa í þær.

 

„Það er engin spurning að makríllinn hefur mikil áhrif á lífríkið. Ég hika ekki við að kalla þetta engisprettur hafsins. Þetta étur allt sem fyrir verður. Ekki síst sílið. Hér á Rifi er það sem kannski var á sínum tíma stærsta kríuvarp í heimi. Nú í sumar hvarf öll krían þegar makríllinn var búinn að vera hér í viku. Hið sama gerðist í fyrra og líka í hitteðfyrra. Þessi tvö árin þraukaði hún lengur en nú fór hún fyrr. Hún yfirgaf bara ungana í hreiðrunum. Varpið misfórst algerlega. Við sáum tvo fleyga kríuunga nú í haust. Í fyrra sáum við engan. Áður voru ungar út um allt, jafnvel hér við húsdyrnar og vöppuðu hér um. Það var rosalega mikið varp hér árið áður en makríllinn kom fyrst fyrir svona fjórum árum síðan. Þá kom krían upp mjög mörgum ungum. Eftir á að hyggja var þetta eins og fyrirboði um að eitthvað slæmt væri í vændum. En þarna sjáum við alveg hvernig breytingarnar verða í lífríkinu hér. Ég tengi þetta beint við makrílinn. Það stórsér á varpfuglinum í björgunum. Mér finnst ritan nánast vera horfin. Fjöldi skarfa voru alltaf hér í höfninni að veiða en nú sjást þeir ekki lengur. Það virðist allt láta undan. Makríllinn étur allt sem hann kemst yfir, “ segir Jóhann í viðtali við Skessuhorn.

 

Sjá nánar í blaði vikunnar.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is