Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. október. 2013 03:45

Strætó gæti lagst af á Vesturlandi

Almenningsssamgöngur með Strætó til og frá höfuðborgarsvæðinu stefna í stöðvun og upplausn á Vesturlandi. Mikið tap er á rekstrinum og útilokað að sveitarfélögin geti borið það. Þetta segir Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi á Akranesi og formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

„Menn eru mjög uggandi út af almenningssamgöngunum. Það er mjög mikið tap á rekstri strætisvagna. Ögmundur Jónasson þáverandi innanríkisráðherra sagði þegar strætisvagnakerfið var tekið upp að þetta væri einkaleyfi. Sveitarfélögin fóru í þetta á þeim forsendum. Nú er hins vegar komið á daginn að það eru önnur rútufyrirtæki sem keyra í kapp við strætóinn og reyna að verða kortéri á undan strætisvagninum til að ná í farþegana. Þetta er nú í málaferlum þar sem látið er reyna á hvort einkaleyfið standi. Almenningssamgöngurnar eru bara í uppnámi út af þessu tapi. Eina leiðin sem gengur vel er á Suðurlandi. Þar eru svo margir farþegar. Strætisvagnaferðir til og frá Reykjavík til staða eins og Akraness og Akureyrar gætu hæglega lagst af í vetur. Þetta væri mikil synd því það hefur almennt verið mikil ánægja með þetta fyrirkomulag,“ segir Gunnar Sigurðsson.  

 

Strætisvagnarnir hófu þennan akstur fyrir réttu ári síðan.

 

Sjá nánar viðtal við Gunnar Sigurðsson í Skessuhorni sem kom út í dag.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is