Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2004 07:53

Fjölbrautaskóli Snæfellinga fer vel af stað

Fyrstu önn hins nýja Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði fer senn að ljúka og af því tilefni leit blaðamaður Skessuhorns við í skólanum í vikunni og spurði Guðbjörgu Aðalbergsdóttur skólameistara hvernig reynslan væri af hinum nýja skóla það sem af er. “Þetta hefur gengið mjög vel. Það eru vissulega einhverjir þættir sem hafa gengið betur en aðrir og einhverjir miður og þessvegna þurfum við að taka á ákveðnum málum en í heildina hefur þetta gengið mjög vel.  Dreifkennslufyrirkomulagið hefur að mestu komið vel út en eitthvað þarf vissulega að slípa til eins og gengur en aðalatriðið er að hugmyndin sem slík gengur vel upp.”

Aðspurð um félagslíf nemenda segir Guðbjörg að það hafi farið vel af stað. “Það hefur að sjálfsögðu byrjað rólega en þetta lítur vel út. Við eigum líka von á liðsauka eftir áramót en Rauði krossin hefur ákveðið að leggja til starf forvarnar- og tómstundafulltrúa fyrir Snæfellsnes sem verður staðsettur í skólanum fyrsta árið. Þóra Margrét Birgisdóttir mun gegna því starfi og hún ætlar að hjálpa hinu nýja nemendafélagi að móta sitt starf til framtíðar.”

Guðbjörg segir að nemendum fjölgi lítillega um áramót því þótt nokkrir hætti séu fleiri sem bætast við í staðinn. Þá bætast einnig við kennarar í hlutastarfi. “Við höfum ekki stigið nema rétt fyrstu skrefin og ég held að þau hafi verið gæfuspor. Ég finn ekki annað en bæði nemendur og kennarar séu sáttir. Þess má líka geta að við höfum fundið fyrir miklum áhuga fyrir skólanum útífrá og það er víða verið að fylgjast með okkur og það er líka hvetjandi,” segir Guðbjörg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is