30. nóvember. 2004 10:33
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, flutti um miðjan dag í dag mann sem hafði fengið heilablóðfall frá Ólafsvík til Reykjavíkur. Neyðarlínan hafði samband við Landhelgisgæsluna kl. 14.43 og gaf samband við lækni á Ólafsvík vegna sjúklingsins. TF-LIF var þá í æfingaflugi yfir Faxaflóa og hélt þegar af stað til Rifs. Þyrlan var komin til Rifs upp úr kl. 15 og lenti með sjúklinginn við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 15:40.
mbl.is greindi frá.