Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. desember. 2004 05:22

Tugmilljóna baggi vegna vanefnda ríkisins

“Umræða um verksakiptingu ríkis og sveitarfélaga hefur snúist um hvað hver eigi að borga. Það hefur hinsvegar sýnt sig að það er ekki nóg að það sé á hreinu því í mörgum tilfellum er ríkið ekki að standa við sínar skuldbindingar þótt það sé skýrt í lögum og samningum,” segir Haraldur Líndal sveitarstjóri Dalabyggðar.  Haraldur vísar þarna til þess að sveitarfélagið þurfi að taka á sig tugmilljóna kostnað á hverju ári vegna dvalarheimilisins Silfurtúns, gjöld sem ríkinu ber lögum samkvæmt að greiða.

 “Meðalaldur heimilsfólks á Silfurtúni er 87 ár og átta þeirra sem þar eiga heima þurfa á hjúkrun að halda. Ríkið greiðir hinsvegar ekki nema fyrir þrjá og annan kostnað þurfa sveitarfélögin að bera. Við erum með öðrum orðum að verða af tekjum frá ríkinu sem nemur um 20 milljónum á ári og einu svörin sem við fáum er að það séu ekki til peningar til að framfylgja lögunum. Þetta er náttúrulega gríðarlegur baggi á sveitarfélagi sem hefur verið að rembast við að greiða niður skuldir. Að sjálfsögðu höfum við ekki látið þetta bitna á okkar skjóstæðingum en ríkinu ber hinsvegar að standa skil á þessum fjármunum.”

Haraldur segir að uppsafnað fyrir síðustu ár sé skuld ríkisins við Dalabyggð vegna Silfurtúns um 50 milljónir króna. Hann segir að við svo búið verði ekki unað og kveðst hann hafa óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra þar sem honum verði tilkynnt að komið sé að skuldadögum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is