Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2013 06:01

Gangbrautamál eru víða í sveitarfélögum í ólestri

„Gangbraut - Já takk,“ var heiti umferðarátaks og könnunar á ástandi gangbrautamerkinga sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) stóð fyrir í haust. Átakið hefur leitt í ljós að mörgu er ábótavant í gangbrautamálum og sem nauðsynlegt er að lagfæra. „FÍB hefur óskað eftir góðu samstarfi við sveitarfélög og umferðaryfirvöld um að treysta og tryggja sem best öryggi allra vegfarenda, ekki síst þeirra gangandi. Fylgst verður með framvindunni og sú athugun sem almenningur, fjölmiðlar og FÍB hafa gert á gönguleiðum skólabarna verður sérstaklega endurtekin við upphaf nýs skólaárs næsta haust,“ segir í tilkynningu frá FÍB. Almenningur og fjölmiðlar hafa tekið virkan þátt í verkefninu og yfir 300 myndir af vafasömum gönguleiðum yfir umferðargötur bárust FÍB og nokkrar af sumum þessara staða. Sérfræðingar á vegum FÍB yfirfóru myndirnar og fóru jafnframt sjálfir á vettvang og mátu aðstæður samkvæmt stöðluðum vinnubrögðum.

 

 

 

Það sem athugun sérfræðinga FÍB leiddi í ljós er að helst væri ábótavant varðandi frágang gönguleiða yfir akbrautir er að mjög verulegt misræmi er milli sveitarfélaga hvað varðar frágang á gangbrautum. Verulega skortir á samræmi og samræmdar reglur og skilgreiningar um það hvað teljist fullgild gangbraut og hvernig beri að merkja hana. Eftirlit með þessum málum virðist ekkert vera og lögum og reglugerðum lítt eða ekki framfylgt. Þá eru umferðarlög og reglugerðir um merkingar þverbrotnar á mörgum stöðum. Skilti sem áminna ökumenn um að sýna varúð þegar gangbraut er framundan og í nánd eru í öllum sveitarfélögum afar sjaldgæf. Lýsingu við gangbrautir er víða ábótavant. Sýnileiki gangandi vegfarenda er oft takmarkaður, t.d. vegna þess að bílastæði, einhvers konar veggir eða trjágróður eru mjög nærri gangbraut og skerða útsýni hinna akandi til gönguleiðarinnar og næsta nágrennis hennar. Loks er talsvert um misvísandi yfirborðsmerkingar, merkingar sem ekki eru zebramerkingar og eiga sér því ekki stoð í lögum og reglum. Loks er ekkert samræmi í notkun hraðahindrandi mannvirkja við gangbrautir. Í skýrslu FÍB um átakið eru m.a. tekin dæmi um gangbrautir á Akranesi og Borgarnesi. Niðurstaðan sýnir að ástand mála í Borgarnesi er í kringum meðaltal en lakari einkunn sem Akranes fær. Ekkert sveitarfélag hér á landi, þar sem skoðað var ástand gangbrautamerkinga, er í viðunandi lagi en Reykjavík kemur skást út.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is