Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2013 03:00

Sýslumannshúsið í Stykkishólmi tekur nýjan svip

Gamla sýslumannshúsið við Aðalgötu 7 í Stykkishólmi gengur nú í endurnýjun lífdaga. Þetta reisulega og sögufræga hús var reist árið 1896 og er því 117 ára gamalt. Nú er hafin vinna við að gera það upp. Það bætist þar með í fjölbreyttan hóp gamalla húsa í Stykkishólmi sem hlotið hafa uppreisn æru í höndum völunda sem hafa komið þeim í upprunalegt horf sem líkast útliti þeirra eftir að þau voru reist.

„Í brekkunni fyrir sunnan og austan Votahvamm stóð Sýslumannshúsið, háreist, svipmikið og glæsilegt, hvítt með stórum gluggum og rauðmáluðu þaki,“ skrifar Bragi Straumfjörð Jósepsson í bók sinni Eitt stykki Hólmur sem kom út árið 2006. Davíð Scheving Thorsteinsson sem þá var héraðslæknir í Stykkishólmi flutti húsið inn tilhöggvið frá Noregi og lét reisa það árið 1896. Það var læknisbústaður og sjúkrahús þar sem ekkert slíkt var þá í Hólminum. Sem slíkt gekk húsið undir heitinu Læknishúsið fram til 1931 að það varð bústaður sýslumanns. Eftir það var það ýmist kallað Sýslumannshúsið, Breiðablik eða Sigurhæðir. Næstu 69 árin varð það aðsetur sýslumannsembættisins í Stykkishólmi. Því skeiði lauk þegar sýslumannsskrifstofurnar voru fluttar í nýbyggingu aldamótaárið 2000. Síðan hefur þetta gamla og virðulega hús verið nýtt sem íbúðarhús.

 

„Fyrri eigandi hefur leigt það út til tveggja fjölskyldna. Þegar endurbótunum verður lokið hyggjumst við flytja í gamla húsið. Seinni tíma viðbyggingu bakatil við húsið hyggjumst við svo leigja út sem ferðaþjónustuíbúð,“ segir Ragnar Ragnarsson byggingafræðingur á Akranesi. Hann og Þórný Alda Baldursdóttir eiginkona hans festu kaup á húsinu fyrir nokkrum vikum. „Við ætlum að flytja í það næsta sumar. Konan mín er frá Stykkishólmi. Hún fékk starf þar og við flytjum því búferlum þangað frá Akranesi,“ segir Ragnar sem mun starfa á Akranesi fram á mitt næsta ár.

 

Það er Baldur Þorleifsson húsasmíðameistari í Stykkishólmi sem hefur tekið að sér að gera upp þetta gamla hús að utan. Hann hefur unnið að uppgerð flestra gömlu húsanna í bænum og býr því að mikilli reynslu. „Búið er að skipta um járn á þakinu. Við klæðum húsið að utan með sambærilegum viðarpanel og var settur utan á það þegar það var byggt. Reyndar er gamli panellinn ótrúlega vel farinn. Það verður reynt að láta gluggana halda sér eftir því sem kostur er en opnanlegum fögum í þeim verður fjölgað svo húsið fái sitt upphaflega útlit,“ segir Ragnar.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is