Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2013 04:10

Var gufuhitaveita í Reykholti á 13. öld?

Guðmundur Þorsteinsson, fyrrum bóndi og smiður í Efri-Hrepp í Skorradal en nú búsettur á Akranesi, er áhugamaður um sögu og fornminjar. Nú í kvöld, mánudaginn 4. nóvember, ætlar hann m.a. að segja frá athugunum sínum á  gufutengdum fornminjum í Reykholti og tengdum frásögnum í Sturlungu. Erindið er liður í dagskrá menningarhátíðarinnar Vökudaga sem nú standa yfir.

 

Guðmundur segir athuganir sínar benda til að í Reykholti hafi verið unnið að tilraunum með hveragufu á Sturlungaöld, nokkrum öldum fyrr en vitað er um annarsstaðar. Minjar þessu tengdar virðast hafa sloppið ótrúlega vel frá tímans tönn og segja á sinn hátt mikla sögu ef grannt er skoðað. Hann segist hafa fengið sérstakt dálæti á vel tilhöggnum rennusteini sem fannst árið 1929 við jarðrask á staðnum þegar unnið var að flutningi skóla frá Hvítárbakka að Reykholti. Við athuganirnar þrengdi steinninn sér sífellt framar í tímaröð gufutengdu minjanna en hann hefur legið lengi án verulegrar athygli í geymslu Þjóðminjasafnsins.

 

„Þessi umfjöllun mín í Safnaskálanum verður á léttari nótunum. Hún verður sniðin fyrir þá sem kunna að hafa eitthvert gaman af að heyra og sjá hvað forverar okkar voru að bardúsa þar að því er virðist á 13. öldinni. Rætur þessara einstöku ævintýra sem þar gerðust á þeim tíma má segja að liggi undir fótum okkar í Garðakaffi þetta kvöld en á þessum slóðum mun Guðný Böðvarsdóttir, móðir Snorra Sturlusonar, hafa leikið sér sem barn forðum daga,“ segir Guðmundur.

 

Fyrirlesturinn verður sem fyrr segir í Garðakaffi í Safnaskálanum á Akranesi nú í kvöld. Hann hefst klukkan 20, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is