Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2013 06:01

Ólympíufarar leiðbeindu börnum af Vesturlandi í frjálsum

Íþróttasamböndin á Vesturlandi héldu sameiginlega æfingu í frjálsum íþróttum barna í Laugardalshöllinni í Reykjavík laugardaginn 2. nóvember síðastliðinn og gekk hún vel. Sautján þátttakendur voru mættir klukkan 9 um morguninn. Þeim var skipt í fjóra hópa og fjórir gestaþjálfarar leiðbeindu þeim í spjótkasti, stangarstökki, langstökki og hlaupi. Hlynur Guðmundsson yfirþjálfari Aftureldingar í Mosfellsbæ stýrði æfingunni af stakri snilld. Aðrir þjálfarar voru ekki af verri endanum; þrír ólympíufarar, þau Þórey Edda Elísdóttir, Einar Vilhjálmsson og Martha Ernsdóttir. Svo var að sjá að þjálfararnir næðu vel til krakkanna og í lok æfingar hafði Hlynur orð á því að þjálfurunum hafi fundist krakkarnir mjög vinnusamir og fróðleiksfúsir. Að lokinni æfingu var hressing í boði fyrir hópinn. „Við þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir komuna og skemmtilega æfingu,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdaráði Samvest á Vesturlandi.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is