Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2013 08:00

Síldin að þétta sig á Breiðafirði en sést ekki enn í Kolgrafafirði

Símon Már Sturluson skipstjóri á síldveiðibátnum Ronju SH 53 frá Stykkishólmi kveðst vonast til að ráðherra úthluti auknum heimildum til smábátanna í þessari viku. Hann segir að góðu veðri sé spáð um næstu helgi.

 

„Það eru 42 smábátar búnir að fá úthlutað leyfum úr síldveiðipotti smábátanna og erum við fimmtán til tuttugu sem búnir eru að veiða okkar hlut og erum því að bíða. Flestir hinna eru ekki byrjaðir veiðarnar, eru helgarveiðimenn eða seinir fyrir af einhverjum ástæðum. Til dæmis eru þeir ekki byrjaðir ennþá bátarnir sem gera út frá Búðardal. Það er náttúrlega ekkert vit í öðru en að láta smábátana veiða meira og fyrir því eru ýmsar ástæður. Veiðarnar eru umhverfisvænar, skapa mikla atvinnu í landi og gríðarleg verðmæti. Síldin sem við höfum verið að veiða er af bestu sort, en 80% hennar er yfir 400 grömm að þyngd og kemur til vinnslu í besta mögulega ástandi, úr krapakörum okkar og enn hreistruð þegar hún kemur á land,“ segir Símon.

 

Á sunnudaginn var hann með starfsmenn frá Hafrannsóknastofnun inni á Kolgrafafirði á Sturlu Símonarsyni SH-1 og var lesið af sýnatökumælum. „Það er engin síld gengin inn í Urthvalafjörðinn eða Kolgrafafjörð. Við sáum eitthvað smá „ryk“ á einum stað og þar voru hnísur að leik. Ég er ekki viss um að það hafi verið síld,“ segir Símon. Það eru því engar vísbendingar um að síld sé gengin inn í Kolgrafafjörð þó hún sé að þétta sig við ströndina milli Grundarfjarðar og Stykkishólms.

 

Sjá nánar Skessuhorn sem kom út í morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is