Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2013 09:29

„Óboðleg atlaga að öryggi og grunnþjónustu“

Þungt hljóð er í íbúum Snæfellsbæjar vegna fyrirhugaðrar fækkunar sjúkrabíla á landsbyggðinni. Til stendur að fækka sjúkrabifreiðum úr 77 í 69. Það þýðir að níu bílum verður lagt. Þrír þeirra heyra undir starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Það mun fækka um einn bíl á Hvammstanga, í Búðardal og í Ólafsvík. Þetta á að gerast um næstu áramót.

 

„Þetta er ekki boðlegt. Hér er verið að tala um grunnþjónustu sem varðar öryggi íbúanna sem á að vera í lagi. Við í bæjarstjórn Snæfellsbæjar munum gera allt til þess að stoppa þessi áform um að fækka sjúkrabílum hér. Svona gera menn ekki. Þetta er fáránlegt. Við lásum bara um þetta í blöðunum og vorum ekkert búin að fá að vita. Af hverju er verið að vega að öryggi okkar hér úti á landi? Við erum dugleg að afla til þessa samfélags, ekki síst í formi gjaldeyristekna. Við sættum okkur við að búa í um tveggja tíma fjarlægð frá hátæknisjúkrahúsinu í Reykjavík, annars byggjum við ekki hér. Hins vegar getum við ekki sætt okkur við að hafa ekki örugg flutningstæki til að komast til sjúkrahússins þegar við þurfum á því að halda,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstóri í Snæfellsbæ. 

 

Í Skessuhorni sem kemur út í dag er fjallað um fyrirhugaða fækkun sjúkrabíla á Vesturlandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is